fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þorgerður biðst afsökunar – Hneykslanin veldur hneykslan

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. október 2020 08:45

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Alþingismaður, hefur beðist afsökunar á að hafa spilað golf í Hveragerði. Málið þykir pínlegt fyrir Þorgerði, enda hafði Golfsamband Íslands beint þeim tilmælum til golfvalla á höfuðborgarsvæðinu að loka sínum völlum og að kylfingar í Reykjavík færu ekki í golfferðir út fyrir mörk höfuðborgarsvæðisins. Segir í tilkynningu GSÍ, orðrétt:

Þá beinir GSÍ þeim tilmælum til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða framangreindar takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa yfirvöld beint því til höfuðborgarbúa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur.

Þorgerður Katrín er í stjórn Golfsambandsins.

Samkvæmt heimildum DV vakti vera Þorgerðar á golfvellinum í Hveragerði einhverja furðu meðal sumra. Aðrir kipptu sér lítið upp við að sjá hana þar, enda fastagestur á golfvellinum í mörg ár. Segir Þorgerður í Facebook færslu sinni að hún hafi verið mikið í sveitinni sinni í Ölfus undanfarið, þar sem hún og fjölskyldan halda sitt annað heimili. Hjónin ákváðu að fara í golf seinnipartinn í Hveragerði. „Það hefði ég ekki átt að gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Sjá má Facebook færslu Þorgerðar í heild sinni hér að neðan.

Hneykslanin út í golfhring Þorgerðar er sú nýjasta í röðinni af mörgum hleykslunum vegna golfiðkunar og takmörkun á henni í tengslum við Covid faraldurinn. Þannig vakti lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu talsverða gremju fyrr í vikunni, enda um utandyra iðkun íþrótta að ræða. Slík iðkun er bersýnilega tekin út fyrir sviga í reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þannig hefur GSÍ valið að ganga talsvert lengra en opinberar takmarkanir á starfinu, sem olli titringi meðal kylfinga í borginni.

Þá hafa einhverjir velt því fyrir sér hvernig geti staðið á því að slegist sé um að spila golf í október á Íslandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn