fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Segir að rafvorkuverð verði að styðja við starfsemi Álversins í Straumsvík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 17:00

Álverið í Straumsvík. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru blikur á lofti varðandi framtíð Álversins í Straumsvík sem hefur verið einn af stærstu vinnustöðum Hafnarfjarðar í hálfa öld. Álverið er verðmætur vinnustaður fyrir okkur öll sem samfélag og verðmætur kaupandi af vistvænni orku sem þarf til framleiðslunnar,“ segir Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, í grein á Vísir.is í dag.

Miklir erfiðleikar hafa verið í rekstri álversins undanfarin ár en skiptar skoðanir eru um hvort raforkurverð til álversins sé sanngjarnt. Helga segir mikilvægt að verðleggja vistvæna orku þannig að hún skili góðum aðri en þó með sanngjörnum hætti og með tilliti til markaðstæðna:

„Verð á raforku og dreifingarkostnaði þarf að vera gagnsætt og byggt á þeim grunni að Ísland verði til framtíðar samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Horfa þarf til umhverfissjónarmiða og nýtingar á grænni orku sem til lengri tíma litið hlýtur að skila sér í hagkvæmni fyrir framleiðendur og umhverfið.

Miklu skiptir að mótuð verði stefna í verðlagningu á raforku til stórnotenda sem styður við áframhaldandi starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru hér starfrækt og skila umtalsverðum tekjum til orkusala og í formi skatta, launa og þjónustukaupa.“

Helga bendir á að Álverið í Straumsvík sé fyrsta stóriðja Íslendinga og stofnun þess hafi verið grundvöllur að því að Landsvirkjun var stofnuð og bygging Búrfellsvirkjunar hófst. Helga fer fögrum orðum um álverið og segir:

„Álverið hefur ávallt verið vinsæll vinnustaður þar sem aðbúnaður starfsfólks er góður og tækifæri starfsfólks til þess að bæta við sig menntun er til fyrirmyndar en margir hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum.“

Í lok pistils síns varar Helga við því fyrirsjáanlega tekjutapi og kostnaði fyrir samfélagið í heild sem lokun Álversins í Straumsvík myndi hafa í för með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG