Miðvikudagur 24.febrúar 2021
Eyjan

Sigurður Ingi sér rautt yfir Sigmundi Davíð – Lilja sögð stefna á formannsstól

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 26. júlí 2020 18:30

Sigurður Ingi Jóhannesson , Lilja Alfreðsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samset mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameining Miðflokksins og Framsóknarflokks er útilokuð. Samt sem áður er mögu- legt að flokkarnir geti unnið saman í ríkisstjórn. Mikið fjör er í starfi Miðflokksins.
Björn Jón Bragason heldur áfram með umfjöllun sína um stjórnmálaflokkana í aðdragana þingkosninga á næsta ári.

„Af hverju þurfti þetta að fara svona?“ spurði gamall framsóknarmaður í Mýrasýslu á dögunum og vísaði þar til klofnings flokksins fyrir kosningarnar 2017 og fylgis sem hefur nánast í öll könnunum á kjörtímabilinu mælst undir 10%. Framsóknarflokkurinn reis örlítið hærra rétt eftir hið margumrædda Klaustursmál. Þá mældist hann með 11,4% en Miðflokkur fór niður í langlægstu tölu sem hann hefur mælst með á kjörtímabilinu eða 5,7%. En þetta snerist fljótt við.

Guðna dreymir um sameiningu

Framsóknarflokkurinn hlaut 24,4% atkvæða í kosningunum 2013 og þingstyrkur hans hafði þá ekki verið meiri í hálfa öld. Þetta var mikill persónusigur hins unga og aðsópsmikla formanns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Og þrátt fyrir meiriháttar áföll síðan, klofning og Klaustursmál stendur Sigmundur enn keikur. Í nýjustu könnun Gallup mældist Miðflokkurinn með 10,2% fylgi á landsvísu.

Ýmsa gamalreynda Framsóknarmenn dreymir um sameiningu síns flokks og Miðflokksins. Þeirra á meðal er Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sem reifaði við marga í vetur sem leið þá hugmynd að flokkarnir gengju í eina sæng og um leið að formennirnir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hyrfu báðir af vettvangi en Lilja Alfreðsdóttir tæki við keflinu.

Sameining ekki í myndinni

Miðflokksmenn hafa tekið þessum hugmyndum fálega. Ýmsir Miðflokksmenn eiga bágt með að fyrirgefa Lilju að hafa kallað nokkra þingmenn þeirra „ofbeldismenn“ eftir að upptökurnar á Klaustursbar urðu opinberar og sumir þeirra nefna að þeim finnist kúnstugt að hún sé álitin vonarstjarna Framsóknarflokks nú, þar sem það var Sigmundur sem fékk hana til liðs við ríkisstjórnina á sínum tíma — og þá beinlínis í óþökk hluta þingflokksins, sem greiddi atkvæði gegn því að hún yrði skipuð ráðherra.

Flestum heimildarmönn um ber saman um að Lilja stefni á formannsstólinn í Framsóknarflokknum en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann hyggist sitja áfram sem formaður.

Lilja er þingmaður fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, en alls óvíst er hvort flokkurinn nái nokkrum manni inn í Reykjavíkurkjördæmunum í næstu kosningum. Til tals hefur komið að hún fari fram í oddvitasæti í einu landsbyggðarkjördæmanna, en þar sitja menn og konur á fleti fyrir.

Lilja er bandamaður Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra og oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi. Framsóknarmenn þar bera honum vel söguna og uppi er orðrómur um að hann stefni á varaformannsstólinn, verði Lilja formaður.

Gerólík staða flokkanna

Við bætist að fjárhagsstaða Miðflokksins er miklu betri en Framsóknarflokks. Skuldir Miðflokksins námu aðeins 2,8 milljónum í árslok 2018, en skuldir Framsóknarflokks 239 milljónum á sama tíma. Sárin frá flokksþinginu 2016 þegar Sigmundur var felldur eru djúp og næsta ólæknanleg. Aftur á móti er málefnaágreiningur ekki mikill í reynd. Sumir viðmælenda í Miðflokknum segja flokknum ekki liggja á að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Hann geti vel notað tímann áfram til að efla flokksstarfið. Flokknum henti vel að vera í stjórnarandstöðu. Innanbúðarmenn segja markmiðið að byggja upp flokk til framtíðar sem verði með um 15% fylgi á landsvísu að lágmarki. Til þess þurfi ekki bara sterka frambjóðendur og skýra stefnu, heldur líka trausta innviði.

Grasrótarstarf í Framsóknarflokknum er nánast liðið undir lok, á sama tíma og Miðflokksmenn flykkjast á flokksfundi. En auðvitað vill Sigmundur aftur í ríkisstjórn og þá helst í fjármálaráðuneytið. Því er stundum fleygt að enginn hinna flokkanna kjósi að vinna með Miðflokknum. Hæpið er að fullyrða slíkt, þrátt fyrir að Sigurður Ingi sjái rautt í hvert sinn sem nafn Sigmundar Davíðs er nefnt.

Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð kunna að sögn prýðilega hvort við annað. Þau hafa þekkst lengi og störfuðu um tíma saman á Ríkisútvarpinu. Hún var málfarsráðunautur á fréttastofunni þegar hann flutti fréttir. Annars hugnast Miðflokksmönnum flestum illa samstarf við Samfylkingu og ýmsa úr Vinstri grænum og Pírötum. Þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur náðu vel saman í stjórnarandstöðu á árum vinstristjórnarinnar 2009–2013 — þá bæði á þingi fyrir aðra flokka en nú og enn geta þau ræðst við. Nýlega sáust þau saman á spjalli með Bjarna Benediktssyni. Ýmsir fletir eru því á samstarfi og hreint ekki útilokað að þeir muni í framtíðinni taka sæti við ríkisstjórnarborðið saman á ný, Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð.

Kvennahallæri

Ekki hefur annað komið fram en núverandi þingmenn sækist eftir endurkjöri. Við blasir þó að Miðflokkurinn þarf að fá konur í framboð. Af níu þingmönnum flokksins er aðeins ein kona. Flokkurinn má gera sér vonir um mun meira fylgi á höfuðborgarsvæðinu heldur en Framsóknarflokkur. Fyrir kosningarnar 2017 voru ýmsir óvissir hvort þeir ættu að láta til leiðast að taka sæti á listum Miðflokksins en nú, eftir að flokkurinn hefur fest sig í sessi, er staðan að líkindum gerbreytt. Spennandi verður að sjá hverjir ákveða að taka slaginn með Miðflokknum — og líka hvort Framsóknarflokkurinn rétti úr kútnum í aðdraganda kosninga eins og svo oft áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“

„Þarflaus grimmd“- Sif sakar Bjarna um vitsmunalega leti – Sala Íslandsbanka „eins og að troða fóðri ofan í gæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Samfylkingunni fatast flugið

Samfylkingunni fatast flugið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna vill banna barnabrúðkaup

Áslaug Arna vill banna barnabrúðkaup