fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Eyjan

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðað við gangverð á leigukvóta er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum,“

segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, sem skrifar um hlut stórútgerðarinnar af veiðigjöldunum.

Greint var frá því í vikunni að hagnaður í sjávarútvegi á síðasta ári hafi verið 27 milljarðar,  jókst úr 7.1 prósenti árið 2017 í 12.2 prósent í fyrra. Eigið fé sjávarútvegsins eru tæpir 297 milljarðar.

Veiðigjöld aldrei hærri

Hinsvegar hafa veiðigjöld aldrei verið hærri en nú, en ríkið innheimti 11.3 milljarða af útgerðinni í fyrra, miðað við 6.8 milljarðar árið 2017.

Gunnar Smári segir meðgjöf stjórnvalda til stórútgerðarinnar hinsvegar allt of mikla:

„Af þeirri gjöf má ætla að 10.944 milljónir króna renni til Brim-samstæðunnar (Brim (áður HB Grandi), Útgerðarfélag Reykjavíkur (áður Brim) og Ögurvík) en samstæðan ræður yfir 15,3% aflaheimilda þótt samkvæmt lögum sé óheimilt að úthluta sama aðila meira en 12% af aflaheimildum. Samherja-samstæðan (Samherji, Síldarvinnslan, Bergur-Huginn, Útgerðarfélag Akureyrar, Gjögur) fá í sinn hlut um 10.529 milljónir króna í sinn hlut, af þessari gjöf stjórnvalda, sem samanlagður kvóti þessara fyrirtækja er um 14,7% allra veiðiheimilda.“

Samþjöppun mikil

Gunnar nefnir að mikil samþjöppun hafi orðið í geiranum frá árinu 1990 þegar kvótaeign 10 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna, nam innan við 20 prósentum af heildinni. Nú þrjátíu árum síðar eigi tvær samstæður 30 prósent kvótans.

„Markaðsverð á kvóta er skráð af fiskistofu. Töluverð viðskipti eru með kvóta. Um 12% af öllum úthlutuðum þorskkvóta er leigður áfram. Á síðustu tólf mánuðum hafa rúm 30 þús. tonn verið leigð fyrir um 6,9 milljarða króna, mun meira en öll þau veiðigjöld sem útgerðarmenn greiða á næsta ári fyrir allan kvótann. Engin ástæða er til að ætla að verðmæti þessara 12% þorskkvótans gefi ekki rétta mynd af verðmæti alls kvótans. Það er yfirdrifið nóg að gera stikkprufu á 12% af heildinni til að áætla verð allrar heildarinnar. Á hverju ári eru um 6,2% íbúða seld og enginn efast um að sú stikkprufa gefi rétta mynd af verðmæti allra íbúða, sveitarfélög leggja fasteignagjöld á út frá þeirri stikkprufu, bankar meta lánshæfi o.s.frv.“

Brim og Samherji fá mest

„Það er því óumdeild að stjórnvöld gefa útgerðarmönnum 71,6 milljarð króna á næsta ári, ívið meira en þau gáfu frá sér í ár. Það má vera til einhver sem telur þetta réttlátt eða snjallt en það er engin ástæða til að deila um upphæðirnar sem útgerðarmenn fá að gjöf. Af þessum 71,6 milljarði fá tvær stærstu samstæðurnar, Brim og Samherji, um 21,5 milljarð króna af gjöf, fyrirtæki sem eru undir stjórn og fyrst og fremst í eign tveggja fjölskyldna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram: Sannfærð um að enginn trúi ásökunum um „ógeðslegt ofbeldi“ Jóns Baldvins gegn konum og börnum

Bryndís Schram: Sannfærð um að enginn trúi ásökunum um „ógeðslegt ofbeldi“ Jóns Baldvins gegn konum og börnum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum
Árás á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur fær ekki annað sætið – „Ódæðisverkið“ sem Birgir óttaðist

Ágúst Ólafur fær ekki annað sætið – „Ódæðisverkið“ sem Birgir óttaðist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“