fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Eyjan

Enn bætir Ratcliffe við sig jörðum – Nú talinn eiga 1.4% af Íslandi – Beðið eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 09:31

Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jim Ratcliffe, breski auðjöfurinn sem hefur keypt upp mikið landsvæði á Norðausturlandi, er nú talinn eiga um 1.4% jarða hér á landi. Í frétakýringaþættinum Kveik í gær kom fram að Ratcliffe ætti nú meirihluta í 30 jörðum, eða rúmlega tvöfalt meira en í ársbyrjun 2018.

Þá er hann minnihlutaeigandi í níu jörðum og á veiðirétt í tveimur til viðbótar. Af þeim 39 jörðum sem hann á hluti í eru 24 í Vopnafirði.

Fjöldi jarðanna sem Ratcliffe keypti var í gegnum fjárfestinn Jóhannes Kristinsson í Lúxemborg, sem var sjálfur stórtækur í jarðakaupum á svæðinu, en það er breska móðurfyrirtækið Halicilla Limited sem heldur utan um eignir Ratcliffe, en félagið er í eigu hans. Jóhannes fór með jarðir sínar í gegnum félagið Dylan Holding, sem hann er skráður fyrir.

Samkvæmt Kveik þá færðust hlutir fimm félaga árið 2018 frá Dylan Holding til Halicilla í Bretlandi og virðast jarðirnar því hafa skipt um hendur alfarið utan landssteinanna. Þá er tekið fram að sú einstaka staða sé nú komin upp, að eignarhlutir í 39 jörðum séu í óbeinni eigu sama félagsins í Bretlandi, og gæti Ratcliffe í raun selt þær allar á einu bretti.

Beðið eftir frumvarpi

Lítið bólar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um jarðakaup útlendinga hér á landi, sem Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu – og sveitastjórnarráðherra vonaðist til að yrði tilbúið snemma í haust, en allir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst vilja sínum um að takmarka beri jarðakaup erlandra auðmanna.

Sagði Katrín Jakobsdóttir að það væri skýrt í hennar augum að ekki bæri að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu, um það giltu aðrar reglur.

 

Sjá nánar„Skiptir ekki máli hvort jarðeigendurnir eru Íslendingar eða útlendingar, eitt verður yfir alla að ganga“

Sjá einnigHræsnarinn Ratcliffe og jarðirnar hans á Íslandi

Sjá einnig: Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva