fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Borgarstjóri krefst afsökunarbeiðni Morgunblaðsins vegna „vandræðalegasta“ leiðara sem hann hefur lesið – „Rugl“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, krefst þess að Morgunblaðið leiðrétti leiðaraskrif sín í blaði dagsins og biðjist afsökunar á þeim. Þar sé farið með fleipur varðandi samþykkt borgarstjórnar á samgöngusáttmálanum á þriðjudag, en vísað er í að fyrirvaratillaga Sósíalistaflokksins hafi verið samþykkt, þegar hún var í raun felld, meðan tillaga Pírata, sem einnig var háð fyrirvörum, var samþykkt:

„Morgunblaðið birtir í dag einhvern vandræðalegasta leiðara sem ég man eftir að hafa lesið. Þar birtist sá meinlegi misskilningur að borgarstjórn hafi samþykkt tillögu Sósíalistaflokksins um fyrirvara við stóra samgöngusamkomulagið sem eins og kunnugt var staðfest á síðasta borgarstjórnarfundi. Hið rétta er að fyrirvara-tillagan var felld og naut reyndar aðeins stuðnings tveggja borgarfulltrúa af 23 á fundinum,“

segir Dagur og bætir við:

„Leiðarhöfundur skrifar langhund þar sem hann leggur út frá þessum vandræðalega misskilningi sínum. Nú hefur í allt haust verið augljóst að Morgunblaðið er í augljósum vandræðum vegna þess breiða stuðnings sem samgöngustefna fyrir höfuðborgarsvæðið og samgöngusamkomulagið nýtur en blaðið hlýtur þó að geta gert betur í að hafa grunnatriði og staðreyndir á hreinu. Það er eðlilegt að krefjast þess að blaðið leiðrétti þetta rugl og biðjist (auðmjúklega, nei það er kannski of mikið) afsökunar. Ég bíð – aldrei þessu vant – spenntur eftir Mogga morgundagsins.“

Marta vísar í klofning

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svarar Degi. Hún segir ljóst að meirihlutinn sé klofinn í málinu og nefnir að Píratar hafi sett fyrirvara við samgöngusáttmálann, líkt og komi fram í fundargerð:

„Nú þykir mér heldur djúpt í árinni tekið. Í fyrsta lagi ber að nefna að þetta er í fyrsta skiptið sem meirihlutinn klofnar all svakalega í einu af stærsta máli borgarinnar, sem snertir borgarbúa alla. Það hljóta að vera vonbrigði og saga til næsta bæjar, Dagur. Ég skil að þetta hafi verið vondur dagur fyrir meirihlutann en það er samt þér líkt Dagur, að finna þessum vonbrigðum þínum skjól í skýrri pólitískri greiningu í leiðara Morgunblaðsins. Svo staðreyndum sé til haga haldið að þá settu Píratar, sem eru límið sem halda meirihlutanum saman, mikinn fyrirvara við samgöngusáttmálan.“

Píratar með fyrirvara

Í fundargerð borgarstjórnar kemur fram:

,,Mikilvægt er að útfærsla „Sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var. Gert er ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kann að vera, að því gefnu að það samræmist markmiðum samkomulagsins. Einnig er nauðsynlegt að í þeirri útfærslu verði ekki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs.“

„Það getur ekkert orðið skýrara, Dagur B. Eggertssonson, að sá trausti meirihluti, 12 gegn 11, lafir á skilyrðum Pírata. Góða helgi!“

segir Marta í lokin.

Dagur svarar þessu til og bendir á að Marta hafi kannski ekki lesið leiðarann, því hann sé að vísa í að leiðarahöfundur hafi borið því við að tillaga sósíalista hafi verið samþykkt:

„Kæra Marta! Um leið og ég gleðst yfir því að þú lesir ekki Moggann og hafir ekki séð leiðarann þá get ég upplýst þig um það að leiðarinn vísar orðrétt í fyrirvarana í tillögu Sósíalista – sem var felld. Þetta mál er hið vandræðalegasta fyrir blaðið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus