fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg fær kolefnisjöfnunarstyrk frá Evrópusambandinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 11:32

Sparcs teymið: F.v. Inga Dóra Hrólfsdótttir verkefnastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Nadia Riedel verkefnastjóri í Leipzigborg í Þýskalandi, Francesco Reda verkefnastjóri hjá VTT í Finnlandi sem, leiðir SPARCs verkefnið, Magnús Yngvi Jósefsson rannsóknarstjóri á sviði þjónustu og nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, Yrsa Kronhjort, gæðastjóri SPARCs verkefnisins, einnig frá VT T og Jón Steinar Garðarsson Mýrdal verkefnastjóri SPARCs fyrir hönd Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstæða Reykjavíkurborgar hlaut nýlega tæplega 160 milljóna króna styrk til fimm ára úr Horizon 2020 sem er rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Frá þessu er greint í tilkynningu.

Horizon 2020 styrkurinn er veittur til kyndilborgarverkefnisins SPARCs og snýr að kolefnisjöfnun og orkuskiptum í borgum. Reykjavíkurborg mun vinna að verkefninu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur sem einnig er styrkhafi í verkefninu.

Stórt evrópskt nýsköpunarverkefni

SPARCs verkefnið er stórt evrópskt nýsköpunarverkefni sem hefur fengið úthlutað 20 milljónum evra frá Evrópusambandinu til nýsköpunar í loftslags- og orkumálum. Tvær evrópskar borgir, Espoo og Leipzig gegna hlutverki kyndilborga í verkefninu en hlutverk þeirra er að þróa lausnir til kolefnisjöfununar og orkuskipta. Fimm evrópskar borgir gegna síðan hlutverki samstarfsborga sem munu sannreyna lausnirnar við aðrar aðstæður. Lykiláherslur í verkefninu er nýsköpunarnet vistvænna borga (Innovation Catalyst Network) og kolefnisjöfnun borga en hún er meginmarkmiðið með verkefninu.

Áherslur SPARCs eru á orkuskipti í samgöngum, t.d. varðandi sjálfbærni, álagsstýringar, áskoranir og lausnir sem tengjast rafbílavæðingu og þróun snjallra og orkuvænna innviða. Verkefnið snertir líka á umbreytingu borga í samspili valdhafa, stjórnsýslu og hagsmunaaðila en þátttaka borgara er annar lykilþáttur í verkefninu. Reykjavík er ein af fimm samstarfsborgum í SPARCs og mun í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur sannreyna lausnir sem þróaðar hafa verið af kyndilborgunum og henta áherslum Reykjavíkur við íslenskar aðstæður.

Stuðningur við rannsóknir og þróun til að efla hagvöxt

Tilgangur Horizon 2020 er að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun með það að markmiði að efla hagvöxt í Evrópu, takast á við áskoranir og virkja evrópskt hugvit til lausna á samfélagslegum áskorunun. Reykjavíkurborg hefur síðan 2017 verið þátttakandi í H2020. Með vaxandi verkefnasafni tilheyrir Reykjavíkurborg nú samfélagi framsækinna evrópskra borga sem hafa sett alþjóðlegt samstarf, rannsóknir og nýsköpun í forgang. Evrópusambandið gegnir lykilhlutverki sem styrktaraðili verkefna sem ætlað er að leysa þær stóru áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og þar eru fremst loftslagsmál og orkuskipti.

Þátttaka Reykjavíkur í stórum alþjóðlegum verkefnum auðgar stefnur og starfsemi borgarinnar og styður við sjálfbærni í rannsóknum, þróun og nýsköpun í Reykjavík. Þátttaka borgarinnar skapar einnig áhugaverð störf sem laða að verðmætt vinnuafl og eykur þar með félagsauð á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega