Sunnudagur 23.febrúar 2020
Eyjan

Hulda segir ólíft í miðbænum: „Þetta er búin að vera ein sorgarsaga“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Hauksdóttir, eigandi Flash á Laugavegi 54, gagnrýnir Dag B. Eggertsson og Reykjavíkurborg vegna þess hvernig komið er fyrir Laugaveginum og miðbænum. Hulda birtir myndir af utangarðsfólki sem hún kom að í bílastæðahúsi á leið sinni til vinnu, sem virðist hafa sótt sér skjól þangað og segist ekki hissa á því að fólk veigri sér við að sækja miðbæinn:

„Svona er miðborgin okkar í dag. Ég er ekkert hissa að þorri landsmanna nenni ekki lengur niður í bæ, finnst hann ekkert hafa þangað að sækja. Fjöldi verslana er að flýja Laugaveginn og finna sér húsnæði þar sem aðgengi er betra. Í febrúar munum við opna nýja búð í Skeifunni og Herrahúsið mun í mars opna í Ármúla, en báðar þessar verslanir hafa verið á Laugavegi í hart nær 30 ár. Margar eru nú þegar farnar.“

Slæm aðkoma í bílastæðahúsum

„Ég hætti að fara í gegnum bílastæðahúsið á tímabili og fer yfirleitt ekki í gegnum það,“ segir Hulda í samtali við DV, en hún leggur bílnum sínum í bílastæðahúsinu við Vitatorg. Í hálfan mánuð í september tók hún myndir og myndbönd daglega og sendi daglega til Bílastæðasjóðs. „Þetta var á sama tíma og talað var um að loka Laugavegi fyrir bílaumferð og sagt var að það væri enginn bílastæðavandi í Reykjavík, því bílastæðahúsin stæðu hálftóm. Á sama tíma var ég að benda þeim á að ef ég hefði bent mínum viðskiptavinum á bílastæðahúsin, þá hefði þessi aðkoma mætt þeim. Vitatorgið er sérstaklega slæmt.“

Segir Hulda að þrifið sé kannski einu sinni í viku og eftir helgar sé ástandið sérlega slæmt. Rúða var brotin í einu myndbandinu sem Hulda birti og tók dágóðan tíma að skipta um hana og fékk Hulda þau svör að þetta væri sérstök rúða.

Í Facebook-færslu sinni í dag birtir hún myndir þar sem sjást troðfullar ruslatunnur úti á „miðri gangstétt“ framan við veitingastaði: „Dagur B. Eggertsson er svo stoltur að hafa túristavætt Reykjavík, en er það svona sem hann vill að túristarnir upplifi borgina? Þeim í borgarstjórn hefur verið tíðrætt um að vilja líkjast erlendum stórborgum á borð við Kaupmannahöfn en ég hef aldrei séð sorptunnur úti á miðri gangstétt og fyrir framan glugga á veitingastað í þeirri borg. Smart að setjast inn með hollustu drykk og hollustu samloku og horfa á sorpið,“ segir Hulda og bætir við: „Það er bara ekki hægt að taka þessu þegjandi.“

„Núna er verið að byggja hús á baklóð Laugavegar 56, „lítil og þröng baklóð sem hýsir Lemon og það er greinilega verið að nýta hvern fermeter af því að það er ekki pláss fyrir ruslatunnur fyrirtækisins á baklóðinni. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Hulda um ástandið, en myndina tók hún í morgun.

„Hina myndina tók ég rétt fyrir jól, þá voru þeir með ruslið í innkeyrslunni. Næsta hús við hliðina á er Tourist Information, sem er gríðarlega vel sótt og þarna er fólk að labba framhjá þessum viðbjóð. Þú gefur ekki út byggingarleyfi nema geta haft ruslið einhvers staðar.“

Aðspurð um hvað sé verið að byggja á lóðinni við númer 56 svarar Hulda að hún fái aldrei neinar upplýsingar. „Þú færð aldrei að vita neitt, það eru Pólverjar sem vinna þarna.“

„Einhvern tíma fór ég á fund með rekstraraðilum í miðborginni og talaði um hvað húsið er orðið ljótt og öllu leyft að drabbast þar niður. Lemon leigja þarna og hafa kvartað undan ástandinu, en ekkert gerist.“

Bílastæðum fækkað og P-stæði leigt út

„Þetta er búin að vera ein sorgarsaga. Borgin rýkur í það í vor að breyta bílastæðunum úr skástæðum í bein, sem þýðir að það fækkaði um eitt stæði fyrir framan hjá mér. Á sama tíma breyttu þeir einu stæði í P-stæði, sem var frábært. En á sama tíma var verktakinn brjálaður þar sem hann var búinn að leigja stæðið í mánuð, svo að vörubílinn sem kæmi til að hirða af lóðinni hefði snúning. Þetta er ekki eðlilega þröngt þarna,“ segir Hulda.

„Viðskiptavinir komu inn og skildu ekki hvernig stæðið gat bæði verið P-stæði og ekki, þarna voru tveir aðilar hjá borginni ekki að tala saman. Síðan var sett keila á P-stæðið, og starfsmaður hjá mér myndaði og sendi fyrirspurn til borgarstjóra, en aldrei barst svar. Síðan er búið að taka P-merkinguna niður.

Eftir bílastæðabreytingarnar eru stæðin bæði færri, eins og áður segir, svo skaga bílar út í götuna, sérstaklega ef um er að ræða stærri bíl.“

Flytur úr miðbænum eftir tæp 30 ár

„Við erum ekki að fara af Laugavegi, en ætlum að opna aðra búð í Skeifunni eftir 27 ára rekstur í miðbænum. Ástandið í miðbænum verður verra og verra. Ég er með viðskiptavini á öllum aldri, en fólk þarf ekki að vera gamalt til að geta ekki gengið langar leiðir.“

Hulda nefnir að Dagur B. Eggertsson hafi sagt á fundum að hann sé stoltur af því hvernig tekist hafi til með miðbæinn:

„Ég var með honum á fundi og spurði hann hvernig sem dæmi kona sem býr í Grafarvogi með eitt barn á leikskólaaldri og annað átta ára ætti að fara að því að koma í miðbæinn eftir kl. 16 þegar hún væri búin að sækja börnin. Ætti hún að setja annan krakkann á stýrið og hitt á bögglaberann og hjóla í slagviðri niður í bæ? Svarið sem Dagur gaf var: „Ég á mörg börn og maður gerir það ekki. Maður byrjar á að fara heim, gefur öllum súkkulaðiköku og mjólk og svo ferðu í strætó niður í bæ. Þetta eru svörin sem maður fær.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann