fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Eyjan

Forstjóri Persónuverndar um veggjöld – „Þá er spurningin hvernig samfélagi við viljum lifa í“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. september 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafræna eftirlitskerfið sem mun koma til með að innheimta veggjöld af vegfarendum frá árinu 2022, verði samgöngufrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samþykkt á Alþingi, verður að öllum líkindum byggt á rafrænu kerfi með hundruðum myndavéla um alla koppa og grundir sem lesa bílnúmer þeirra sem um fara og rukka í samræmi við það.

Því er um að ræða gríðarlegt magn persónugreinanlegra upplýsinga sem fer um tölvukerfið sem notað verður, auk þess sem hægt verður að fylgjast með ferðum vegfarenda, hvert þeir fara, hvaðan þeir koma, hvenær og hvernig, sem eflaust mun nýtast vel við löggæslu og eftirlit.

Slík upplýsingaöflun varðar að öllum líkindum við persónuverndarlög að óbreyttu.

Þurfi skýra heimild

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir við Morgunblaðið í dag að skýra heimild þurfi til að afla slíkra upplýsinga og tryggja öryggi þeirra einnig, en slíkt gæti verið heimilt á grundvelli almannahagsmuna:

„Þetta er stórt atriði í nýrri persónuverndarlöggjöf, hversu mikið við viljum láta rekja okkar ferðir. Ef þessar upplýsingar eru taldar nauðsynlegar í þágu samgöngumála í Reykjavík þá þarf sá sem vinnur upplýsingarnar að hafa skýra heimild til þess.“

Tilvalið stóra bróðurs eftirlitskerfi

Helga tekur dæmi af Kína, þar sem upplýsingum er safnað um almenning fyrir svokallað „credit-score“ þar sem íbúar safna stigum eftir því hvernig þeir standa sig í lífinu. Þeir sem fylgja öllum reglum kommúnistastjórnarinnar er umbunað, til dæmis með betra lánshæfi hjá bönkum, meðan þeim sem fylgja ekki reglunum er refsað, til dæmis með því að þeir eiga erfiðara með að fá vegabréfsáritanir, svo dæmi sé tekið. Þó svo enn sé frekar langt í slíkt kerfi á Íslandi, vonandi, segir Helga þó umhugsunarefni í hvaða átt og hversu langt, Ísland vilji fara í þessum efnum:

„Þá er spurningin hvernig samfélagi við viljum lifa í. Við höfum skilning á því að fleiri og fleiri skref borgara séu skráð en sá skilningur á sér ákveðin takmörk.“

Tugmilljarða kostnaður

Ef hugmyndir samgönguráðherra um veggjöld verða að veruleika, kallar það á um 380 myndavélar á um 160 stöðum við gatnamót stofnbrauta, ef gjaldtakan á að verða sanngjörn og skilvirk. Kostnaður við uppsetningu slíks kerfis er sagður hlaupa á tugmilljörðum króna samkvæmt greiningu FÍB.

Sjá nánar: Vegtollar kalla á mörg hundruð eftirlitsmyndavéla – Milljarðakostnaður og stóri bróðir fylgist með þér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Keyptu sér bara einu sinni samlokur frá Lemon og lofa að gera það ekki aftur

Keyptu sér bara einu sinni samlokur frá Lemon og lofa að gera það ekki aftur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaþing samþykkti aðild Finna og Svía að NATO

Bandaríkjaþing samþykkti aðild Finna og Svía að NATO
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Í skjóli Stalíns á Ólympíumóti – Harmleiksferðalag og ótrúleg persónudýrkun

Í skjóli Stalíns á Ólympíumóti – Harmleiksferðalag og ótrúleg persónudýrkun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mogginn gerir athugasemd við „þungunarrof“ og segir skeggjaða karlribbalda geta farið inn á kvennaklósett

Mogginn gerir athugasemd við „þungunarrof“ og segir skeggjaða karlribbalda geta farið inn á kvennaklósett
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar selur sig út úr Bryggjunni

Sigmar selur sig út úr Bryggjunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes hjólar í blaðamenn Fréttablaðsins á síðum Fréttablaðsins – Telur Ólaf vera að grafa undan Sigmundi Erni

Hannes hjólar í blaðamenn Fréttablaðsins á síðum Fréttablaðsins – Telur Ólaf vera að grafa undan Sigmundi Erni