fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Eyjan

Upplýsingafulltrúi Strætó og borgarfulltrúi Flokks fólksins í hár saman – „Ég undrast þessi viðbrögð hjá starfsmanni opinbers fyrirtækis“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. júní 2019 10:19

Strætó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég undrast þessi viðbrögð starfsmanns hjá opinberu fyrirtæki. Hann gagnrýnir mat mitt á upplýsingum sem bárust við fyrirspurn minni til Strætó bs um fjölda kvartana. Mér finnst þær óheyrilega margar síðustu árin um og yfir 3000 og eins og fram kom í svari þá snúa þær að mestu að framkomu, aksturslagi og tímasetningu,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kvartanir vegna þjónustu Strætós hafa verið nokkuð í fréttum  undanfarið en Flokkur fólksins gerði eftirfarandi bókun um þær:

„Í svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó bs. frá notendum þjónustunnar kemur fram að fjöldi ábendinga eru eftirfarandi: 2016 – 3654 ábendingar, 2017 – 2536 ábendingar 2018 – 2778 ábendingar. Flestar ábendingar sem berast Strætó snúa að aksturslagi, framkomu vagnstjóra og tímasetningum. Borgarfulltrúa Flokks fólksins sýnist á svari að gæðakerfið sé gott og gengið er strax í málin en fjöldi ábendinga er óheyrilegur. Borgarfulltrúi átti kannski von á 100 til 200 ábendingum en ekki á þriðja þúsund og yfir. Fjölgun er milli ára 2017 til 2018 og munar þar um ca. 200 ábendingum. Fækkun sem er frá 2016 til 2017 heldur ekki áfram árið 2018 heldur fjölgar þá aftur ábendingum. Þetta er afar sérstakt. Flokkur fólksins spyr hvort kafað hafi verið ofan í þessu mál og unnið að því að fækka ábendingum verulega. Áhugavert væri að fá nánari flokkun á þessu t.d. eru flestar kannski kvartanir vegna tímasetningar? Niðurstaðan í huga borgarfulltrúa Flokks fólksins þegar hann hefur séð þetta svar er að það er eitthvað mikið að í þessu fyrirtæki þegar kemur að þjónustu við farþega. Slíkur fjöldi ábendinga er ekki eðlilegur.“

Upplýsingafulltrúi Strætó, Guðmundur Heiðar Helgason, gagnrýndi þessa bókun og kallaði hana óábyrga í samtali við Vísir.is:

„Okkur fannst þetta svolítið skrýtin bókun. Hún segir að það sé eitthvað mikið að fyrirtækinu en það er ekki meira samhengi. Okkur langar að gefa aðeins meira samhengi því Strætó er með ótrúlega mikla þjónustu. Ef við setjum þetta í samhengi þá eru 8900 ábendingar síðustu þrjú ár en fjöldi innstiga í vagnanna á höfuðborgarsvæðinu síðustu þrjú ár hafa verið 34 milljónir þannig að það er tæknilega séð hægt að tala um 34 milljónir farþega,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. 

Varðandi það sem einnig er fjallað um í bókuninni að fjöldi ábendinga hafi aukist milli ára segir Guðmundur ástæðuna fyrir því vera að Strætó leggi áherslu á að skrá allt.

„Sama hvort það er kvörtun, hrós, hugmynd eða tillaga,“ segir Guðmundur og bætir við að Strætó fagni öllu því sem komi inn og vilji gefa farþegum sterka rödd.

„Svo okkur finnst þetta dálítið óábyrg bókun og að skella þessu svona en það er ekkert samhengi á bak við hana.“

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Kolbrún ósátt við ummæli upplýsingafulltrúans: Á hann ekki að vera ópólitískur?

Kolbrún undrast að starfsmaður hjá opinberu fyrirtæki gagnrýni stjórnmálamann með þessum hætti. Hún segir:

„Ég undrast þessi viðbrögð starfsmanns hjá opinberu fyrirtæki. Hann gagnrýnir mat mitt á upplýsingum sem bárust við fyrirspurn minni til Strætó bs um fjölda kvartana. Mér finnst þær óheyrilega margar síðustu árin um og yfir 3000 og eins og fram koma í svari þá snúa þær að mestu að framkomu, aksturslagi og tímasetningu. Á þetta legg ég mat á pólitískum vettvangi sem borgarráð. Það er sérstakt að starfsmaður stökkvi til og geri lítið úr því, starfsmaður sem maður hélt að ætti ekki að vera pólitískur. Hefði skilið ef hann vildi leiðrétta eitthvað í bókun minni sem hefði verið rangt, t.d. einhverja tölu og það hefði hann getað gert án þess að fella persónulega dóma í leiðinni.  Þarna er upplýsingafulltrúinn að gagnrýna mig fyrir að hafa tjáð mig um atriði sem er mjög opið fyrir túlkun, fjölda ábendinga/kvartana til fyrirtækisins. Við vitum að margar þessara kvartana eru vegna óánægju með þjónustu. Síðan fer hann út í vafasaman talnaleik, leggur saman ferðafjölda Strætó og býr til nýja tölu farþega upp á tugi milljóna farþega.  Ef það er ekki varasöm túlkun, veit ég ekki hvað það er. Finnst það óábyrgt svo notuð séu hans eigin orð. Væntanlega á upplýsingafulltrúinn að vera ópólitískur í störfum sínum eða hvað? Það er kannski málið hér.

Hvað yrði sagt ef upplýsingafulltrúi t.d. Vegagerðarinnar eða annars sambærilegs fyrirtækis færi að blanda sér í umræður alþingismanna um samgöngumál og leggja pólitískt mat á bókanir þeirra í samgöngunefnd þingsins?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Kjartan er látinn – Merkur ferill
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“