fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

SUS krefur Katrínu og Sigurð Inga um afsökunarbeiðni

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Samband ungra Sjálfstæðismanna krefur þau Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra, um afsökunarbeiðni vegna ákvörðunar sinnar að styðja ákæru gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi árið 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í dag:

„Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni, sem lögð er fram af þingmönnum úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Það er kominn tími á að Alþingi viðurkenni mistök fortíðarinnar og beðist sé afsökunar á þeim skammarlega atburði sem Landsdómsmálið er í sögu Íslands.

Ákæra þingheims gegn Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, var af pólitískum toga og bar vott um þann hefndarhug sem ríkti í þingheimi á árunum eftir hrun. Geir H. Haarde var sýknaður af öllum hinum veigamestu ákæruliðum og ekki dæmdur til refsingar. Ljóst er að þátttaka í þessum pólitísku réttarhöldum verður ævinlega svartur blettur á þingferli þeirra þingmanna sem studdu ákæruna. Það væri því til sóma, sem táknræn skilaboð um breytta tíma, að þingheimur álykti um óréttmæti Landsdómsmálsins og að hlutaðeigandi biðji þá fjóra ráðherra afsökunar sem greitt var atkvæði um að ákæra fyrir Landsdómi, þá einkum Geir H. Haarde, sem einn var ákærður af fjórmenningunum.

Þá er sérstaklega skorað á formenn hinna stjórnarflokkanna, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurð Inga Jóhannsson, til að styðja þetta mál og biðjast afsökunar en þau samþykktu bæði að ákæra Geir H. Haarde árið 2010.

Jafnframt hvetur SUS ríkisstjórnina til þess að setja það í forgrunn að Landsdómur verði afnuminn úr lögum svo að pólitísk réttarhöld, líkt og þau sem Geir H. Haarde fór í gegnum, endurtaki sig ekki. Átök um pólitískar ákvarðanir eða aðgerðaleysi eiga að vera lagðar í dóm kjósenda en ekki dómstóla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?