fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Bragi hraunar yfir Oddnýju sem skildi Samfylkinguna eftir með „trúðinn frá Skriðjöklum“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún fékk bara upp í hendurnar kjaftæði Samfylkingarinnar sem var búinn að viðgangast í alltof mörg ár. Það versta er að við látum viðgangast að maðurinn í strápilsinu sem dansaði nánast á typpinu með Skriðjöklum á sviðinu sjálfu er formaður Samfylkingarinnar.“

Þetta má heyra Gunnar Braga Sveinsson þingmann Miðflokksins segja um Oddnýju G. Harðardóttur fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi þingmann Samfylkingarinnar á upptökum sem DV hefur höndum og maðurinn í strápilsinu er Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Upptökurnar bárust nafnlaust á ritstjórn. Þá hafa Stundin og Vísir fjallað um upptökurnar. Þar heldur Gunnar Bragi fram að Oddný hafi eyðilagt Samfylkinguna og hleypt Loga Einarssyni að sem hann kallar trúðinn í Skriðjöklum sem sé klæddur eins og persónan úr bókunum Hvar er Valli. Sigmundur Davíð var á öðru máli og hrósaði Oddnýju sem og þingmennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson.

Á upptökunum má heyra þingmenn úr bæði Flokki fólksins og Miðflokknum ræða mjög tæpitungulaust um stjórnmál og stjórnmálamenn. Var einnig verið að reyna að fá þessa tvo þingmenn Flokks fólksins til að ganga til liðs við Miðflokkinn, á fundinum var Ólafi boðið fjórum sinnum að verða þingflokksformaður Miðflokksins. Á upptökunum ber Samfylkinguna á góma. Stuttu eftir að Sigmundur hefur ásamt Önnu Kolbrúnu hrósað Oddnýju segir Gunnar Bragi:

„Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“

Oddný var kosinn formaður Samfylkingarinnar í júní 2016 á miklum erfiðleika tímum hjá flokknum. Nokkrum mánuðum síðar hafði hún sagt af sér eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningum um haustið.

„Þú verður að passa þig Gunnar að tala ekki illa um Oddnýju fyrir framan Ólaf,“ sagði Sigmundur Davíð þá.

Þá sagði Gunnar Bragi: „Það sem gleymist í þessu að hún var að verja glataðan málstað Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún fékk bara upp í hendurnar kjaftæði Samfylkingarinnar sem var búinn að viðgangast í alltof mörg ár. Það versta er að við látum viðgangast að maðurinn í strápilsinu sem dansaði nánast á typpinu með Skriðjöklum á sviðinu sjálfu er formaður Samfylkingarinnar.“

Þá vildi Gunnar Bragi meina að Oddný hefði laskað Samfylkinguna með framboði sínu

„Hún hélt að hún yrði frelsari Samfylkingarinnar. Hún hélt að hún yrði konan sem myndi rífa þennan flokk upp frá öllu. Hvað gerist? Hún verður fjármálaráðherra og svo fer hún í þetta formannskjaftæði og rústar Samfylkingunni. Hennar arfleið er að trúðurinn frá Skriðjöklum er formaðurinn. Maðurinn er klæddur eins og Hvar er Valli. Þetta er hræðilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn