fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Vantraust á Ólaf Arnarsson

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson. Mynd/Sigtryggur Ari

Stjórn Neytendasamtakanna hefur lýst yfir vantrausti á hendur Ólafi Arnarsyni formanni.

DV greinir frá að tillaga þess efnis hafi verið samþykkt á síðasta stjórnarfundi. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið.

Ólafur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna þann 22. október í fyrra með yfirburðakosningu, var hann með það á stefnuskránni að gefa út smáforrit til að auðvelda aðgang að könnunum samtakanna. Smáforritið, eða appið, kom út í byrjun árs 2017 Ólafur var einnig með það markmið að gera samtökin sýnilegri til dæmis fyrir ungt fólk:

Ég held að mjög margir gangi í Neytendasamtökin þegar þeir lenda í einhverju vandamáli og þurfa að leita réttar síns. Ég vil að við íslenskir neytendur sínum bara ríka samstöðu, eflum samtökin okkar og verum öll með, þá heyrist í okkur og þá getur enginn ráðamaður gert annað en hlustað,

sagði Ólafur í viðtali síðasta haust. Stefán Hrafn Jónsson, sem situr í stjórn samtakanna, segir í samtali við DV að Ólafur hafi á stjórnartíð sinni sett samtökin í þrönga stöðu með ákvörðunum sínum sem hann hafi ekki borið undir stjórnina:

Þetta voru ákvarðanir sem kosta peninga. En Neytendasamtökin eru það sterk samtök að þau standa ekki eða falla með einum formanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar