fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Frjálsleg umgengni við sannleikann

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. apríl 2009 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„En svo viljum við auðvitað líka að eyða tortryggni um þessi mál, eyða tortryggni um fjármál flokkanna. Ég segi fyrir minn flokk við höfum ekki auðvitað ekki neitt að fela í þessu, höfum aldrei haft, en Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja þessa tillögu heilshugar.“

Sagði Geir Haarde 2006, stuttu áður en flokkurinn fékk stóru styrkina frá FL-Group og Landsbanka og stuttu eftir að fram var komið frumvarp um fjármál flokkanna sem síðar varð að lögum.

Í nefndinni sem samdi frumvarpið sátu meðal annars Kjartan Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson.

Hvað á að segja um svona stjórnmála(ó)menningu?

Töldu menn að allt væri heimilt í þágu málstaðarins, að tilgangurinn helgaði meðalið? Eða voru þeir blindaðir af hroka? Fannst þeim aukaatriði að segja satt?

Þetta sagði Kjartan Gunnarsson á sama tíma:

„Auð sem að auðvitað er mögulegt að menn láti sér detta í hug á einhverjum tíma að nota til að hafa stjórnmálaleg áhrif. Þetta vil ég gjarnan koma í veg fyrir, ég tel að íslenskt stjórnmálalíf hafi verið mjög hreint og laust við áhrif af þessu tagi og ég vil gjarnan að svo verði áfram og þess vegna studdi ég þessar tillögur og tók þátt í starfi þessarar nefndar meðal annars með það í huga að stuðla að því að niðurstaða starfsins yrði sú að komið yrði í veg fyrir freistingar af þessu tagi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin