fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar

Pressan
Föstudaginn 4. apríl 2025 07:00

Lögreglan mætt til að handtaka hjónin. Mynd:Twitter/X/Times radio

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar níu ára stúlku segja að þeim hafi verið haldið á lögreglustöð í 11 klukkustundir eftir að þau kvörtuðu undan skóla dóttur sinnar á WhatsApp.

Maxie Allen og Rosalind Levine, segja að þau hafi verið handtekin og haldið klukkustundum saman, grunuð um áreiti, illgjörn samskipti og fyrir að valda óþægindum á yfirráðasvæði skóla.

Þau segja að þeim hafi áður verið bannað að koma í Cowley Hill grunnskólann í Borehamwood í Hertfordshire á Englandi eftir að þau höfðu gagnrýnt yfirkennarann og aðra stjórnendur skóland í WhatsApp hópi foreldra. Times skýrir frá þessu.

Skólastjórnendur sögðust hafa „leitað ráða hjá lögreglunni“ eftir að mikill fjölda beinna skilaboða og færslna á samfélagsmiðlum hafði komið illa við starfsfólk, foreldra og stjórnendur skólans.

Sky News segir að lögreglan í Hertforshire segi að handtökurnar hafi „verið nauðsynlegar til að hægt væri að rannsaka ásakanirnar til fulls eins og venjan er að gert sé í málum af þessu tagi“. Segir lögreglan að eftir rannsókn, hafi niðurstaðan verið að ekki væri þörf á frekari aðgerðum þar sem sönnunargögn skorti.

Allen segir að sex lögreglumenn hafi komið að heimil hans þann 29. janúar. Lögreglan verði að svara fyrir hvort hún telji þetta hafi verið viðeigandi og nauðsynlega aðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði