fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Pressan
Mánudaginn 31. mars 2025 08:00

Mislingar herja mikið á börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna hafa mislingar komið upp það sem af er ári. Í heildina hafa tæplega 500 tilfelli verið skráð og ekki er að sjá að faraldurinn sé að ná hámarki.

Þetta sýna nýjar tölur frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni CDC. Til samanburðar má nefna að 2024 voru 285 mislingatilfelli skráð í landinu.

CDC segir á heimasíðu sinni að líklega séu tilfellin fleiri en að gögn stofnunarinnar nái aðeins yfir staðfest smit.

Flestir hinna smituðu eru yngri en tuttugu ára. 97% hinna smituðu eru óbólusettir. Eitt prósent hafði fengið einn skammt af bóluefninu gegn mislingum og tvö prósent höfðu fengið tvo skammta af því.

14% hinna smituðu, um 70 manns, hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

The Guardian og CDC segja að staðan sé verst í Texas  en þar hafa 400 smit verið skráð.

Robert F. Kennedy jr., heilbrigðisráðherra, er þekktur andstæðingur bólusetninga og hefur hann sagt að faraldur af þessu tagi sé ekki „óvanalegur“.

Hann var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli. Hann sagði síðan að verið væri að senda bóluefni til Texas en hann hefur einnig hvatt fólk til að nota óhefðbundnar aðferðir í baráttunni við mislinga, til dæmis að taka A-vítamín og budesonid stera, sýklalyfið clarithromycin og lýsi.

Læknar óttast að þessi ummæli hans geti valdið því að fleiri foreldrar láti hjá líða að láta bólusetja börnin sín. CNN skýrir frá þessu og segir að meðferð með A-vítamíni geti haft alvarlegar afleiðingar ef hún er ekki gerð undir eftirliti lækna.

The New York Times skýrði frá því fyrir helgi að mörg dæmi hafi komið upp um börn sem hafa orðið alvarlega veik eftir að hafa fengið allt of stóra skammta af A-vítamíni. Slíkt getur gert börn, sem eru smituð af mislingum, enn veikari að sögn blaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði