fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Pressan
Laugardaginn 29. mars 2025 18:30

Það á ekki að sofa á maganum segja sérfræðingar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú vaknar, ýtir sænginni til hliðar og ferð fram úr . . . en hvað svo? Býrðu um rúmið eða læturðu þér nægja að gjóa bara augunum á það og ferð síðan fram og hugsar ekki meira um hvort þú eigir að búa um eða ekki?

Það skiptir svo sem ekki máli hvor týpan þú ert, því spurningin er sú sama: Er hollt að búa um rúmið á hverjum morgni?

Svarið er að það skiptir máli hvenær það er gert og hversu hratt þú gerir það.

Margir sérfræðingar, sjálfskipaðir eða útlærðir, segja að það að búa um rúmið sé fyrsta skrefið í að tryggja góðan dag þar sem þú kemur hlutunum í verk. Þú lýkur verki og finnst þú vera skipulagður. Svo er líka gott að koma heim í rúm sem líkist því ekki einna helst að stormsveipur hafi farið yfir það.

Gallinn við að búa um rúmið er að með því er verið að útbúa lúxusdvalarstað fyrir rykmaura. Ef þú býrð um rúmið um leið og þú ferð fram úr, þá pakkarðu öllum næturhitanum og rakanum frá líkamanum vel inn og það elska rykmaurar.

En ef þú dregur frá, opnar glugga og leyfir dýnunni að anda í um klukkustund, áður en þú býrð um, þá geturðu fengið andlega fullnægingu og hollara rúm þar sem miklu færri rykmaurar eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði