fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. janúar 2025 16:30

Brot mannanna voru framin í Súðavík og nágrenni en annar þeirra faldi maríúana í húsnæði björgunarsveitarinnar sem staðsett er á Langeyri skammt frá þorpinu sjálfu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að óvissustigi hafi verið lýst yfir á suðvestanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Óveður gengur yfir landið alla helgina.

Í tilkynningu á samfélagsmiðlum bendir lögreglan á að Veðurstofa Íslands hafi gefið út veðurviðvaranir, gular og appelsínugular að lit, vegna óveðursins. Veðrinu fylgir mikið hvassviðri, hlýindi og úrkoma í formi rigningar, bæði næstu klukkustundirnar og dagana.

„Í slíku veðri getur skapast hætta á krapaflóðum og/eða snjóflóðum. Þessi hætta virðist vera meiri á Sunnanverðum Vestfjörðum en einnig yfir vegum sem liggja í bröttum hlíðum, eins og Raknadalshlíð, Súðavíkur og Kirkjubólshlíð,“ segir í tilkynningunni.

Eru íbúar og vegfarendur hvattir til þess að vera undir það búnir að grípa þurfi til ráðstafana. Meðal annars lokun vega eða jafn vel rýmingar. Mun það skýrast betur þegar líður á daginn.

Varðskipið Þór siglir til Vestfjarða til að aðstoða fólk þar ef á þarf að halda. En varðskipið hefur áður séð byggðarlögum fyrir rafmagni ef á þarf að halda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“