fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Flugslys í Bandaríkjunum í nótt: Óttast að tugir hafi farist þegar farþegaflugvél lenti í árekstri við herþyrlu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaflugvél American Airlines með 64 um borð brotlenti skammt frá Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington eftir að hún lenti í árekstri við bandaríska herþyrlu.

Vélin var að koma inn til lendingar á flugvellinum þegar slysið varð og endaði flugvélin í Potomac-ánni. Slysið varð klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.

Yfirvöld hafa þegar fundið átján látna og hefur enn sem komið er enginn fundist á lífi. Kafarar eru að störfum í ánni sem er ísköld á þessum árstíma.

Vélin var að koma frá Wichita í Kansas þegar áreksturinn varð en sem fyrr segir voru 64 um borð, 60 farþegar og fjögurra manna áhöfn. Í þyrlunni voru þrír um borð en um var að ræða svokallaða Black Hawk-þyrlu sem var í æfingaflugi.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir og hafa yfirvöld enn sem komið er ekki tjáð sig um hvað það var sem fór úrskeiðis. Hér að neðan má sjá myndband sem Mail Online birti og sýnir áreksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland