fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Flugslys í Bandaríkjunum í nótt: Óttast að tugir hafi farist þegar farþegaflugvél lenti í árekstri við herþyrlu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaflugvél American Airlines með 64 um borð brotlenti skammt frá Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington eftir að hún lenti í árekstri við bandaríska herþyrlu.

Vélin var að koma inn til lendingar á flugvellinum þegar slysið varð og endaði flugvélin í Potomac-ánni. Slysið varð klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.

Yfirvöld hafa þegar fundið átján látna og hefur enn sem komið er enginn fundist á lífi. Kafarar eru að störfum í ánni sem er ísköld á þessum árstíma.

Vélin var að koma frá Wichita í Kansas þegar áreksturinn varð en sem fyrr segir voru 64 um borð, 60 farþegar og fjögurra manna áhöfn. Í þyrlunni voru þrír um borð en um var að ræða svokallaða Black Hawk-þyrlu sem var í æfingaflugi.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir og hafa yfirvöld enn sem komið er ekki tjáð sig um hvað það var sem fór úrskeiðis. Hér að neðan má sjá myndband sem Mail Online birti og sýnir áreksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“