fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2024 18:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir enga töfralausn til sem losar okkur við aukakílóin. Svarið við því sem virkar er rosalega leiðinlegt og fær engin like á samfélagsmiðlum að hennar sögn.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Oft verðum við pirruð á aukakílóum og viljum losna við þau núna, núna, núna. En líkaminn vill alls ekki svona æsing. Hann er rólegheitagaur. Við erum ennþá með rófubein. Því hraðar sem þyngdin fer af, því hraðar kemur hún til baka. Því hratt þyngdartap hefur yfirleitt í för með sér vöðvarýrnun sem lækkar grunnbrennslu. Lækkaður efnaskiptahraði þýðir að kílóin koma oft jafn hratt til baka og taka yfirleitt nýja vini með sér.

Aðferðirnar sem þarf að beita við hratt þyngdartap eru oft horað kropp í snæðinga og slavískar æfingar. Slíkur darraðardans leiðir af sér óheilbrigt samband við mat, ofþjálfun og síþreytu.

Sem leiðir til að fólk fær viðbjóð á hreyfingu og dettur alveg út. Öfgarnar verða sem sagt frá einni átt í aðra. Hundrað og tíu prósent í mataræði og hreyfingu yfir í núll prósent,“ segir Ragga og heldur áfram: 

Það leiðir til vonleysis, sjálfstraustið fer niður í niðurfallið, pirringurinn útí sjálfið keyrist upp í rjáfur og svekkelsið yfir töpuðum árangri er á Richter skala. Millivegurinn er hinsvegar jafn sexý og gömul Sloggi nærbrók úr Kaupfélaginu á Skagaströnd. En varanlegur árangur kemur í gegnum litlar yfirstíganlegar breytingar á hegðun varðandi mat og æfingar. Að öðlast færni og hæfni í mat og æfingum sem endist út lífið.

  • Leggja frá sér hnífapörin milli bita til að hægja á átinu
  • Taka hálfleik í miðri máltíð til að meta seddustigið.
  • Setja prótín í aðalhlutverk í máltíðum.
  • Drekka meira vatn yfir daginn.
  • Kúpla meira græmmó í máltíðir.
  • Bíða í 10 mínútur áður en þú skúbbar skammti númer tvö á diskinn.
  • Elda meira heima frekar en að dúndra í skyndibita.
  • Lyfta lóðum 2-3 x í viku
  • Fara í göngutúr á hverjum degi
  • Sofa í 7-9 tíma

Rosa leiðinlegt svar. Mjög ósexý. Fær ekkert áhorf á Tik Tok. Engin læks á Insta. En er rosa auðvelt að halda sig við að eilífu amen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs