fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Hatur gaus upp eftir að Sjálfstæðisflokkurinn setti regnbogann í merkið – „Eru bara hommar og lesbíur í Sjálfstæðisflokknum?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 16:30

Mikið er talað um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Athugasemdirnar styðja við þá kenningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjórar Sjálfstæðisflokksins ákváðu að sýna lit í gær og setja regnbogann í merki flokksins á Facebook í tilefni hinsegin daga. Hatur gaus hins vegar upp og allar athugasemdirnar við breytinguna voru mjög neikvæðar.

Í merkinu má sjá hinn gamalgróna fálka Sjálfstæðisflokksins á miðjum regnboganum. Samkvæmt óformlegri athugun DV er Viðreisn eini annar stjórnmálaflokkurinn sem hefur gert þetta í ár. Í tilfelli Viðreisnar eru aðeins hjörtu og læk sett við regnbogamerkið en annað er uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum.

„Þetta er ekki falleg mynd,“ skrifar maður að nafni S. Þröstur Tómasson. „Þið hafið ruglast á litum en og aftur munið að laga það,“ skrifar Ingibjörg Ásgrímsdóttir.

Og athugasemdirnar eru mun fleiri, allar neikvæðar. Má meðal annars nefna þessar.

„Eru bara hommar og lesbíur í Sjálfstæðisflokknum?“ segir Ingimundur Björgvinsson. Guðmundur Pálsson sakar flokkinn um yfirgang. „Hér vantar smekkvísi. Lítið merki til dæmis í barmi er alveg nóg – til að sýna virðingu. Ekki vera með yfirgang eins og hinir,“ segir hann.

Axel Óli Ægisson segir einfaldlega „R.I.P.“ sem þýðir á ensku Rest in Peace, eða hvíl í friði. Þá segir Freygarður Jóhannsson „Samkvæmt íslenskum lögum þá er alfarið bannað að sýna kynhneigð sína á almannafæri.“ Ekki er vitað í hvaða lagabókstaf hann er að vísa.

Hafa ber í huga þó að þegar þetta er skrifað hafa um 70 manns sett „like“ við myndina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð