fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Bangkok: Leysti úr fjölskylduerjum með því að drepa sig og fimm aðra með blásýru

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 21:34

Harmleikurinn í Bangkok hefur vakið heimsathygli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona af víetnömskum uppruna er talinn hafa drepið fimm fjölskyldumeðlimi sína á lúxushóteli í Bangkok með því að byrla þeim blásýru og síðan framið sjálfsmorð því að innbyrða eitrið sjálf. Málið hefur vakið mikla athygli, innan og utan Tælands, en núna telur lögregla sig hafa nokkuð rétta mynd af því hvað gerðist.

Hin 56 ára gamla Sherine Chong er talin bera ábyrgð á ódæðinu. Chong hafði boðað ættingja sína til fundar við sig á hótelinu til þess leysa úr vandamáli sem sneri að því að hún hafði ættingja sína til þess að fjárfesta stórfé í verkefni varðandi uppbyggingu spítala í Japan. Verkefnið fór hins vegar illa og gerði það að verkum að ættingjarnir töpuðu um 40 milljónum króna.

Sherine Chong, sem er bandarísk og að víetnömskum uppruna, virðist hafa framið hræðilegt fjöldamorð í Bangkok

Þá fjárhæð vildu ættingjarnir fá endurgreidda en Chong vék sér undan því. Að endingu virðist hún hins vegar hafa gripið til þess óhugnalega örþrifaráðs.

Fólkið, þrír karlmenn og tvær konur, hitti Chong á Grand Hyatt Erawan-hótelinu í Bangkok til þess að útkljá málið. Matur var pantaður upp á herbergið en fólkið virðist varla hafa snert á honum. Þá pantaði Chongeinnig  te upp á herbergið en afþakkaði þjónustu hótelsstarfsfólks um að hella upp á. Í kjölfarið virðist hún hafa hellt upp á drykkinn göróttae og þegar að fólkið var látið virðist Chong hafa sjálf innbyrt hinn banvæna drykk.

Mynd úr öryggismyndavél hótelsins. Þar má sjá fólkið ganga yfir hótelgarðinn, óaðvitandi á vit örlaga sinna.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Tælandi og utan landssteinanna og hefur  Srettha Thavisin, forsætisráðherra Tælands, til að mynda látið til sín taka varðandi málið. Ferðaþjónustan er enda ein af lífæðum Tælands og vilja ráðamenn tryggja að málið varpi ekki skugga á það fjöregg. Thavsin staðfesti að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar, FBI, væru á leið til landsins til að rannsaka málið og tryggja að tælensku lögreglunni myndi ekki yfirsjást neitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Í gær

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni