fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Pressan
Föstudaginn 26. apríl 2024 07:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára skólapiltur var „í leiðangri“ til að vernda sjálfan sig gegn „uppvakningaheimsendi“ þegar hann reyndi að drepa tvo sofandi pilta. Hann réðst á þá með klaufhamri.

Þetta kom fram fyrir dóm í Englandi nýlega. Sky News skýrir frá þessu og segir að pilturinn sé einnig ákærður fyrir að hafa lamið kennara í höfuðið með hamri eftir að hann réðst á piltana tvo. Þetta gerðist í Blundell‘s School í Tiverton í Devon.

Pilturinn var 16 ára þegar þetta átti sér stað. Hann segist hafa gengið í svefni þegar hann gerði þetta. Hann var aðeins í nærbuxum og var vopnaður fjórum klaufhömrum og beið eftir að piltarnir sofnuðu áður en hann réðst á þá aðfaranótt 9. júní á síðasta ári.

Kennari vaknaði við lætin í svefnsalnum þegar pilturinn réðst á skólabræður sína og fór að kanna málið. Réðst pilturinn þá á hann og barði í höfuðið með hamri.

Aðrir nemendur reyndu að róa piltinn niður og sagði hann þeim að hann hefði verið að horfa á hryllingsmyndir og væri með vopn til að undirbúa sig undir „uppvakningaheimsendi og til að vernda sjálfan sig“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því