fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri hjón á Nýja-Sjálandi létust þegar hrútur réðst á þau á strjálbýlu svæði skammt frá höfuðborginni Auckland.

Hjónin, Alfred Helge Hansen, 82 ára, og Gaye Carole Hansen, 81 árs, fundust látin á lóð sinni í gærmorgun eftir að áhyggjufullur aðstandandi náði ekki sambandi við þau.

Þegar lögregla kom á vettvang gerði hrúturinn sig líklegan til að ráðast á laganna verði og var hann skotinn í kjölfarið með þeim afleiðingum að hann drapst.

Talsmaður fjölskyldunnar, Dean Burrell, sem var systursonur Gaye, segir að hjónin hafi sest í helgan stein fyrir nokkrum árum en verið með kindur, hrúta og nokkra nautgripi á býli sínu.

Talið er að hrúturinn hafi fyrst ráðist á Alfred þegar hann ætlaði að gefa honum að éta. Þegar Gaye var farið að lengja eftir honum fór hún út og réðst hrúturinn þá á hana.

Nágrannar og aðstandendur hjónanna segjast í samtali við Herald vera mjög brugðið yfir málinu enda hjónin afskaplega vel liðin af íbúum svæðisins. „Þau voru mjög gott fólk og áttu þetta ekki skilið,“ segir Burrell.

Hrútar geta verið árásargjarnir og óútreiknanlegir. Skemmst er að minnast umfjöllunar hér á landi ekki alls fyrir löngu en sumarið 2021 olli hrútur miklum skemmdum í gestastofunni á Þingvöllum þegar hann stangaði rúðu og gerði sig líklegan til að ráðast á þjóðgarðsverði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband

Frygðarstunur trufluðu fréttamannafundinn – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu