fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Pressan
Laugardaginn 20. apríl 2024 20:30

Long Valley Caldrera. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldfjallafræðingar hafa vaxandi áhyggjur af einu stærsta eldfjallinu í Bandaríkjunum og að það sé að vakna til lífsins. Long Valley Caldera í Kaliforníu er gríðarlega stórt eldfjall og er eitt af tuttugu þekktum ofureldfjöllum jarðarinnar.

Fjallið hefur ekki gosið í 760.000 ár, að minnsta kosti ekki svo vísindamenn viti. En þessi staðreynd er ekki til þess fallin að slá á áhyggjur eldfjallafræðinga að sögn Daily Star sem segir að nýlega hafi vísindamenn tekið eftir því að lækir og hverir hafi komið fram á svæðinu við eldfjallið en það er oft merki um að jarðhitinn sé að aukast og til eldgoss geti komið.

Í nýjum heimildaþætti Science Channel „Secrets of the Underground“ segir vísindamaðurinn Rob Nelson að það séu stöðug merki um hugsanlega eldfjallavirkni. „Það eru vísbendingar um yfirvofandi eldgos í þessum dal þar sem næst stærsta sprengigos sögunnar í Norður-Ameríku átti sér stað,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að ólíklegt sé að gos á stærð við það sem varð fyrir 760.000 árum eigi sér stað en samt sem áður geti gos í eldfjallinu ógnað milljónum manna sem búa á nærliggjandi svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt