fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Segir frá athæfi Alberts í leiknum sem ekki var sýnt frá í sjónvarpinu

433
Laugardaginn 30. mars 2024 08:30

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is var að sjálfsögðu rætt um leik íslenska karlalandsliðsins gegn Úkraínu á þriðjudag, sem því miður tapaðist naumlega.

Um var að ræða úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Úkraína vann 2-1 eftir að Albert Guðmundsson hafði komið Íslandi í 0-1.

Í stöðunni 0-1 fyrir Ísland komu Úkraínumenn boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslensku leikmennirnir voru nokkuð vissir um að markið yrði dæmt af og enginn vissari en markaskorarinn Albert.

„Sást það í sjónvarpinu þegar Albert átti að taka miðjuna eftir markið sem var dæmt af Úkraínu, að hann sendi boltann bara beint aftur á Hákon í markinu?“ spurði þáttstjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson, sem var á leiknum gegn Úkraínu.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, annar þáttstjórnenda og Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur í körfubolta, svöruðu neitandi.

„Hann í raun sagði bara með þessu að þetta yrði alltaf rangstaða,“ bætti Helgi þá við.

Hrafnkell telur að miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason hafi líka verið með þetta á hreinu.

„Sverrir vissi það strax. Hann var með auga á leikmanninum á fjær,“ sagði hann.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Í gær

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
Hide picture