fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
433Sport

Ter Stegen brjálaður eftir að hafa heyrt af ákvörðun Barcelona

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. júní 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc-Andre ter Stegen er brjálaður út í félagslið sitt Barcelona sem er á eftir markverðinum Joan Garcia sem spilar með Espanyol.

Þetta kemur fram í spænska miðlinum Sport en Ter Stegen virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Börsungum og var á bekknum undir lok síðasta tímabils.

Markvörðurinn hefur ekki leitast eftir því að komast burt frá Barcelona en hann verður mögulega fjórði í röðinni næsta vetur á eftir Garcia, Wojciech Szczezny og Inaki Pena.

Ter Stegen var um tíma talinn einn besti markvörður heims en eftir að hafa meiðst í ágúst í fyrra hafa hlutirnir ekki gengið upp hjá Þjóðverjanum.

Ter Stegen ku vera hundfúll með ákvörðun Barcelona að semja við Garcia og vill á einhvern hátt meina að það sé hrein árás á hans stöðu hjá félaginu.

Þýski landsliðsmarkvörðurinn spilaði aðeins níu leiki á síðasta tímabili en hann er enn aðalmarkvörður þýska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fá 850 milljóna króna afslátt og Albert verður líklega áfram

Fá 850 milljóna króna afslátt og Albert verður líklega áfram
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samfélagið í áfalli í kjölfar andláts

Samfélagið í áfalli í kjölfar andláts
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Símtali Svíans í forsetann lekið – Mun aldrei fyrirgefa þeim ef þetta gerist í sumar

Símtali Svíans í forsetann lekið – Mun aldrei fyrirgefa þeim ef þetta gerist í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu harkaleg slagsmál í Kópavogi í gær – Kom í kjölfar þess að umdeildur dómur hafði fallið

Sjáðu harkaleg slagsmál í Kópavogi í gær – Kom í kjölfar þess að umdeildur dómur hafði fallið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Valur slátraði KR á Hlíðarenda – Dramatík og tvö rauð í Kópavogi

Besta deildin: Valur slátraði KR á Hlíðarenda – Dramatík og tvö rauð í Kópavogi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóttir stjörnunnar vekur athygli – Náin kærasta sínum á snekkju

Dóttir stjörnunnar vekur athygli – Náin kærasta sínum á snekkju
433Sport
Í gær

Kjaftasagan um Liverpool og Alvarez fer af stað á ný

Kjaftasagan um Liverpool og Alvarez fer af stað á ný
433Sport
Í gær

Myndbrot af Onana í sumarfríi vekur athygli – Mögulega að spila vitlausa stöðu á Old Trafford

Myndbrot af Onana í sumarfríi vekur athygli – Mögulega að spila vitlausa stöðu á Old Trafford