fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Amma dæmd til að greiða 5 milljónir – Fylgdist ekki nægilega vel með barnabarninu

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar afi og amma passa barnabörnin þá bera þau ábyrgð á þeim og að þau geri ekki eitthvað sem veldur öðrum tjóni. Þetta er niðurstaðan í ansi óvenjulegu dómsmáli.

Dönsk amma var nýlega dæmd til að greiða sem svarar til 5 milljóna íslenskra króna fyrri að hafa ekki fylgst nægilega vel með barnabarni sínu. Þetta kemur fram í fréttabréfi Faglige Seniorer.

Amman tók fjögurra ára barnabarn sitt, stúlku, með til að horfa á keppni í Ironman. Stúlkan hljóp þá í veg fyrir einn keppandann, sem kom hjólandi, sem datt af hjólinu og viðbeinsbrotnaði og fékk gat á lunga. Hann gat ekki sótt vinnu í töluverðan tíma á eftir.

Eystri Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að því fylgi víðtæk ábyrgð að líta eftir litlu barni. Vitni sögðu að stúlkan hefði hlaupið ein yfir veginn nokkrum sinnum áður en slysið átti sér stað. Eitt vitni sagði að engin hafi haldið í stúlkuna þegar slysið átti sér stað.

Þetta gerðist þegar keppt var í Ironman í Kaupmannahöfn sumarið 2017 en það var fyrst nýlega sem dómur féll í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm