fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Pressan

Spænsk glæpagengi beina sjónum sínum að „fljótandi gulli“ – Sú vara sem einna mest er stolið úr stórmörkuðum

Pressan
Föstudaginn 15. mars 2024 07:00

Ólífuolíuframleiðsla hefur dregist saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum tölum þá er ólífuolía sú vara sem næstmest er stolið úr stórmörkuðum á Spáni um þessar mundir. Ástæðan er að verð á ólífuolíu hefur hækkað mikið vegna mikill þurrka í sunnanverðri Evrópu en þeir hafa komið illa niður á ólífuræktun.

Sky News segir að skipulögð glæpagengi beini nú sjónum sínum í miklum mæli að ólífuolíu sem er oft kölluð „fljótandi gull“. Stela gengin henni og selja síðan.

Nú er svo komið að aðeins áfengi er meira stolið úr spænskum stórmörkuðum. Í þriðja sæti er Iberico skinka.

Einn lítri af hágæða ólífuolíu kostaði tæpar 5 evrur fyrir fjórum árum. Nú kostar hann um 14 evrur.

Spánn er stærsta framleiðsluland ólífuolíu í heiminum og fjölskyldur kaupa hana yfirleitt í miklu magni til að nota við matseld.

Til að bregðast við þjófnaði á henni hafa stórmarkaðir gripið til þess ráðs að festa fimm lítra ólífuolíuflöskur saman með keðjum og læsa þeim. Í sumum verslunum er búið að setja þjófavörn á eins lítra flöskur. En þjófar nota oft sterka segla til að losa þessar þjófavarnir af flöskunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús