fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Fylgihlutur Camillu vekur forvitni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Camilla Bretadrottning mætti kona einsömul á Cheltenham kappreiðarnar í tilefni af fyrsta „Style Wednesday“ hátíðarinnar.  Camilla var í fararbroddi þegar þúsundir mættu á völlinn á öðrum degi hátíðarinnar, sem áður var þekktur sem „Ladies Day“.

Áhorfendur tóku margir hverjir eftir áhugaverðu smáatriði í klæðnaði Camillu sem valdi algrænan búning þar á meðal fallega kápu og toppaði hún útlitið með grárri loðhúfu. Bar hún nælu sem tengist kappreiðum og þóttust einhverjir sjá þar falin skilaboð.

Nælan er þekkt sem sem Horseshoe Brooch (Hestaskeifu nælan), og er hún með þremur rúbínum og fjórum safírum. Næluna prýða einnig demantar og má lesa japanska orðið „Minoru“.

Minoru, hreinræktaður gæðingur, var leigður Edward VII af ræktanda sínum, Lord Wavertree. Hesturinn var einn af farsælustu gæðingum Edwards VIl, með fjölda sigra, meðal annars á Derby kappreiðunum. Ekki er vitað hvað varð um hestinn eftir að hann var fluttur til Rússlands á tíunda áratugnum.

Þegar litið er til sögu nælunnar telja konungssinnar að drottningin hafi borið hana sem heillagrip. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Svona leit hún út fyrir breytingarnar
Fókus
Í gær

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“