fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Þórunn Antonía: „Ég hata ekki þennan mann“

Segir deilurnar við Bubba snúast um viðhorf samfélagsins til kvenna

Auður Ösp
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju er þetta tekið eins og eitthvað grín af því að um er að ræða skemmtikrafta og annar þeirra er þekktur fyrir að lenda í deilum við fólk?“ spyr Þórunn Antonía Magnúsdóttir tónlistarkona og fyrrum dómari í Ísland Got Talent og vísar þar í þær deilur sem átt hafa sér stað opinberlega á milli hennar og Bubba Morthens.

Mikið umtal hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að Þórunn Antonía kom fram í helgarviðtali við Fréttablaðið þar sem hún sagðist hafa verið lögð í einelti af samstarfsfélaga sínum í Ísland Got Talent. Steig Bubbi fram í kjölfarið og sagðist vera hinn umræddi starfsmaður, baðst afsökunar á stríðni í hennar garð en neitaði þó að hafa lagt Þórunni í einelti. Þórunn segir deilurnar snúast um viðhorf samfélagsins til þungaðra kvenna og kvenna með barn á brjósti.

Sjá einnig Þórunn Antonía stígur fram: Lögð í einelti í Ísland Got Talent

Í kjölfar þess að Þórunn gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni Bubba og sagðist bíða eftir „alvöru afsökunarbeiðni“ gagnrýndi Bubbi Þórunni á Twitter. Sagðist Bubbi telja að Þórunn þrái viðurkenningu og hún spili sig sem fórnarlamb. Þá sagði hann að búið væri að gjaldfella orðið einelti. Svaraði Þórunn Bubba í kjölfarið í athugasemdakerfi Vísis þar sem hún sagðist ekki vera að spila sig sem fórnarlamb og að það væri merki um styrk að sýna auðmýkt og tala frá hjartanu.

Sjá einnigÞórunn Antonía hjólar í Bubba: „Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt“

Í færslu sem Þórunn Antonía ritar og birtist á Nútímanum segist hún ekki bera kala til Bubba. „Ég hata ekki þennan mann. Mér er í raun alveg sama um hann og ber engan kala til hans. Ég fíla meira að segja nokkur af lögunum hans. Ég hef nákvæmlega ekkert pláss fyrir reiði í hjarta mínu.“

Þá veltir hún því fyrir sér hvort tekið sé minna mark á upplifun hennar sökum þess að um sé að ræða tvo skemmtikrafta þar sem annar þeirra er þekktur fyrir að lenda í deilum við fólk. „Ég hef heilsað honum eftir þetta allt saman, kommentað á Facebook í léttu gríni og átt við hann kurteis samskipti af því að ég gerði mér snemma grein fyrir því að hann hreinlega vissi ekki betur og, eins og margir, er ekki búin að læra þá mikilvægu lexíu að segja einfaldlega: „Fyrirgefðu“ — án háðs og réttlætinga.“

„Ég nafngreindi hann ekki, ætlaði mér aldrei að gera það en hann gerði það alveg sjálfur og valdi að taka þetta langt úr fyrir kassann með tweetum, kommentum, Facebook-statusum, lítilsvirðingu og stríðni,“ segir Þórunn jafnframt en hún segir deilurnar snúast um „samfélagslegt viðhorf til kvenna, óléttra, með börn á brjósti og almennt kvenna á öllum aldri á vinnumarkaði.“

Pistil Þórunnar má lesa í heild sinni á Nútímanum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“