Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United er að skoða það að fara í boxhringinn og hefur rætt við fólk um það.
Rooney hefur samkvæmt enskum blöðum fundað með Kalle Sauerland sem sá um að skipuleggja bardaga fyrir áhrifavaldinn, KSI.
Rooney er þekktur áhugamaður um box og hefur reglulega mætt á slíka viðburði.
Hann er hins vegar þekktastur fyrir það að hafa verið rotaður af Phil Bardsley fyrrum samherja sínum. Þeir höfðu fengið sér í glas og fóru að boxa á heimili Rooney.
Rooney var ekki í miklu stuði þar enda rotaði Bardsley hann í eldhúsinu. Nú skoðar Rooney það að fara í hringinn.
Rooney er atvinnulaus eftir stutt stopp sem þjálfari Birmingham en hann var rekinn eftir fimmtán leiki.