fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Fyrrverandi fegurðardrottning opnar sig – „Svona lítur fíkn út“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. desember 2023 09:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svona lítur fíkn út,“ sagði fyrrverandi fegurðardrottningin Cullen Johnson Hill í myndbandi sem hefur vakið gríðarlega athygli.

Cullen opnaði sig um baráttu hennar við alkóhólisma og sagðist vona að saga hennar geti verið öðrum innblástur að hætta að drekka.

„Ég var að losna úr fangelsi, ég var að afplána tíma eftir að hafa verið tekin í seinna skiptið fyrir ölvunarakstur,“ sagði hún í myndbandi á TikTok sem hefur fengið um fimm milljónir áhorfa.

„Mér líður mikið betur þegar ég er edrú. Þið hugsið örugglega: „Já auðvitað, því þú lítur hræðilega út.““

Cullen var í öðru sæti í fegurðarsamkeppninni Miss America árið 1995.

Cullen er konan til hægri.

Hún benti netverjum á glóðaraugað sitt og stutta hárið. Hún sagði að hún hafi ákveðið að sýna sig og líf sitt alveg eins og það er, án þess að fegra það, svo hún myndi axla ábyrgð og halda sér edrú eftir 30 daga fangelsisvistina.

„Ég er alkóhólisti og hef glímt við þennan vanda síðan ég var 24 ára. En ég vil að þið vitið að það er von,“ sagði hún og táraðist.

„Ég verð í lagi. Ég á yndislegan son og eiginmann sem elskar mig mjög mikið. En ég vil bara segja, ef þú ert að falla, stoppaðu. Ég var edrú í fjögur og hálft ár, ég veit hvernig edrúmennska er og hún er yndisleg.“

Fyrrverandi fegurðardrottningin hætti fyrst að drekka fyrir tólf árum síðan ásamt eiginmanni sínum, hann var áfram edrú eftir að hún féll.

„Ég er svo heppin að hann hafi ekki farið frá mér. Af einhverri ástæðu lætur djöfullinn mig alltaf byrja að drekka aftur, og það er ekki þess virði. Þannig ég er hætt.“

Cullen sagðist ætla að leita sér aftur hjálpar hjá AA-samtökunum. Hún þakkaði fylgjendum kærlega fyrir stuðninginn.

Hún var valin Miss Virginia árið 1994 og keppti fyrir hönd ríkisins í Miss America árið 1995, hún var þá 23 ára.

@cullenhill113♬ original sound – Cjhill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir eyðilagði óléttutilkynningu í einstaklega vandræðalegu myndbandi

Móðir eyðilagði óléttutilkynningu í einstaklega vandræðalegu myndbandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?

Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“