fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

74 ára og afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Fókus
Mánudaginn 23. október 2023 13:16

Vera Wang vakti gríðarlega athygli þegar hún birti myndina til vinstri fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískuhönnuðurinn Vera Wang er 74 ára og afhjúpaði á dögunum leyndarmálið á bak við unglegt útlit hennar.

Hún borðar McDonalds og kleinuhringi á Dunkin‘ Donuts, drekkur vodka og vinnur mikið. Ekki amalegt það!

„Ég borða McDonalds og panta það á hverjum degi í svona tvær vikur og svo breyti ég um stað,“ sagði Wang í samtali við Page Six.

Hún sagðist einnig elska fylltu kleinuhringina á Dunkin‘ Donuts.

Vera Wang.

En það er ekki bara hamborgurum og kleinuhringjum að þakka að hún sé svona ungleg. Hún nefndi einnig vinnu og vodka.

„Ég hef unnið alla mína ævi, líf mitt hefur snúist um það. Ég vinn langa vinnudaga, ég hef alið upp tvær dætur. Ég held að lykillinn að góðri heilsu sé að hafa nóg að gera.“

Unglegt útlit tískuhönnuðarins hefur vakið mikla athygli síðastliðin ár en það náði hápunkti árið 2020 þegar, þá 70 ára, Vera Wang birti mynd af sér í appelsínugulum topp og hvítum gallastuttbuxum.

Aðdáendur voru í áfalli og spurðu hvað hún væri eiginlega að gera til að líta svona út. Hún sagði einfaldlega: „Vinna, sofa, vodka kokteill og ekki of mikil sól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“