fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Dolly og Rob slógu í gegn og tóku svo upp lag saman

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. október 2023 14:00

Goðsagnirnar Dolly Parton og Rob Halford voru krúttleg saman á sviðinu í Los Angeles. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt krúttlegasta augnarblik ársins 2022 var þegar country söngkonan Dolly Parton og þungarokkarinn Rob Halford úr Judas Priest sungu saman lagið Jolene þegar þau voru tekin inn í frægðarhöll rokksins í nóvember. Fleiri sungu lagið með þeim, svo sem Simon Le Bon úr Duran Duran, Pat Benatar og Sheryl Crow, en augu allra voru á Dolly og Rob þetta kvöld.

Nú hafa þau ákveðið að endurvekja þennan galdur í nýju lagi sem mun koma út á væntanlegri plötu Dolly, Rockstar. Rockstar kemur út um miðjan nóvember og inniheldur bæði frumsamin lög og ábreiður og koma margir gestir að henni, einkum úr rokkinu.

Lagið sem Dolly og Rob syngja saman heitir Bygones en á uptökunni spila einnig Nikki Sixx og John Five, bassaleikari og gítarleikari hármetalsveitarinnar Mötley Crue.

Stjörnufans

Platan er sú fertugasta og níunda í röðinni hjá country drottningunni sem er nú orðin 77 ára gömul. Hún kemur út þann 17. nóvember og er nærri tveir og hálfur klukkutími að lengd.

Á meðal annarra gesta á plötunni má nefna Richie Sambora (Bon Jovi), Sting (The Police), Steve Perry (Journey), Ann Wilson (Heart), John Fogerty (Creedence Clearwater Revival), Stevie Nicks og Mick Fleetwood (Fleetwood Mac), Miley Cyrus, Debbie Harry (Blondie), Elton John, Lizzo, Simon Le Bon (Duran Duran) og Paul McCartney og Ringo Starr (The Beatles).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR
Fókus
Fyrir 6 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 6 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 1 viku

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 1 viku

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði