fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

dk hugbúnaður fagnaði 25 ára afmæli með pomp og pragt

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. september 2023 11:00

Trausti Sigurbjörnsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Steina M. Lazar, Sunna Dóra Einarsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Magnús Pálsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir Mynd: Bent Marinósson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið dk hugbúnaður hélt upp á 25 ára afmæli fyrirtækisins með pomp og pragt í veislusalnum Sjálandi í Garðabæ í gær. Margt góðra gesta mætti í afmælisveisluna en veislugestir voru aðallega bókarar og endurskoðendur auk starfsfólks dk. Bent Marinósson myndaði í afmælinu.Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan dk var stofnað í desember 1998 en þá var aðeins einn starfsmaður í einu herbergi að Hafnarstræti 20. Í dag er dk eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með yfir 60 starfsmenn.Fyrsta vara dk varð til árið 2000 en dk hugbúnaðurinn kom á markað 2001. Fyrirtækið hóf útrás til Danmerkur, Svíþjóðar og Englands árið 2005 og hugbúnaðurinn var þýddur yfir á dönsku, sænsku og ensku. Fyrirtækið setti upp starfsstöðvar í Kaupmannahöfn, Uppsala og London sama ár. Árið 2013 var rekstur fyrirtækisins endurskipulagður og tveimur árum síðar fór velta fyrirtækisins í fyrsta skipti yfir milljarð króna. Árið 2020 keypti TSS dk hugbúnað.,,Hugbúnaðurinn okkar er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í rúmlega 20 ár með um 55% markaðshlutdeild. Það hefur verið reglulegur og góður vöxtur í allri starfseminni okkar nánast frá fyrsta degi og í dag eru um sjö þúsund fyrirtæki með kerfi frá okkur,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar.

Hulda Guðmundsdóttir og Þorgeir Björn Hlöðversson
Mynd: Bent Marinósson
Trausti Sigurbjörnsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Steina M. Lazar, Sunna Dóra Einarsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Magnús Pálsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir
Mynd: Bent Marinósson
Hafsteinn Róbertsson og Magnús Pálsson
Mynd: Bent Marinósson
Svana Kristin Sigurjónsdóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Hafsteinn Róbertsson
Mynd: Bent Marinósson

,,Það eru spennandi tímar framundan hjá dk. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast í upplýsingatæknigeiranum og enginn dagur eins. Hjá dk starfar öflugur hópur fólks með mikla reynslu, góða menntun og sérhæfingu. Fyrirtækið státar sig af því að hafa eitt hæsta hlutfall kvenna hjá fyrirtækjum í upplýsingatækni sem og fjölda kvenna í stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins. Hlutfall kvenna í dk er um 40% og meirihluti í framkvæmdastjórn eru konur,” segir Hulda ennfremur.

Mynd: Bent Marinósson
Mynd: Bent Marinósson
Mynd: Bent Marinósson
Mynd: Bent Marinósson
Mynd: Bent Marinósson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið