fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Einn þekktasti herbloggari Rússa handtekinn – Kallaði fyrrum átrúnaðargoð sitt Pútín „ræfil“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júlí 2023 07:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þekktasti herbloggari Rússa, Igor Gerkin, hefur verið handtekinn í Moskvu eftir gagnrýnin skrif í garð Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og framgöngu rússneska hersins í Úkraínu. Þykir aðgerðin til marks um mun takmarkaðri þolinmæði yfirvalda varðandi hverskonar gagnrýni í kjölfar Wagnerliða-uppreisnarinnar á dögunum sem Yevgeny Prigozhin stýrði.

Igor Gerkin, er fyrrum foringi í KGB sem aðstoðaði þegar Rússar hertóku Krímskaga árið 2014. Þá var hann sakfelldur fyrir sinn þátt í fjöldamorðinu þegar að flugvél frá Malaysia Air var skotinn niður yfir austur-Úkrínu af Rússum með þeim afleiðingum að 289 manns létust.

Gerkin er öfgaþjóðernissinni sem heldur úti afar vinsælli rás á Telegram-samfélagsmiðlinum. Hann er ákafur stuðningsmaður innrásar Rússa í Úkraínu og er stuðningsmaður Vladimir Pútín þó að hann gagnrýni hann reglulega. Meðal annars var Gerkin í farabroddi „Reiðra föðurlandsvina“ sem ætluðu að bjarga Rússlandi og forsetanum frá kerfisbyltingu þar sem Pútín yrði bolað frá völdum.

Gerkin studdi þó oft gagnrýni Yevgeny Prigozhin á rússneska herinn og hefur einnig getað leyft sér að gagnrýna Pútín án þess að þurfa að óttast einhverjar afleiðingar. Þar til nú.

Á þriðjudaginn síðasta birti Gerkin færslu þar sem hann kallaði Pútín „ræfil“ og „huglausan aumingja“. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og þremur dögum síðar var Gerkin handtekinn á heimili sínu og leiddur á brott.

Hefur hann verið kærður af yfirvöldum fyrir að ýta undir öfgahyggju.

Sérfræðingar í málefnum Rússlands telja að handtaka Gerkin sé bein afleiðing af Wagner-uppreisninni og hvernig að þolinmæði Pútín og annarra ráðamanna gagnvart hverskonar gagnrýni sé á þrotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Í gær

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“