fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nýr hópur „reiðra karla“ vill bjarga Pútín

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. maí 2023 04:15

Vladimir Pútín Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr hópur, með gamalkunna karla í fararbroddi, hefur skotist fram á sjónarsviðið í Rússlandi. Hann kallar sig „Reiðir föðurlandsvinir“. Þetta er hópur öfgaþjóðernissinna  og í fararbroddi hans er Igor Girkin.

Markmið hópsins er að bjarga Rússlandi og Vladímír Pútín sem stendur frammi fyrir sífellt stærri vandamálum vegna stöðu mála í stríðinu í Úkraínu.

Reuters segir að á fréttamannafundi nýlega hafi Girkin sagt að kerfiskrísa sé í uppsiglingu í Rússlandi, eða öllu heldur að hún fari vaxandi á sama tíma og spennan í samfélaginu vex. „Við erum á brún mjög alvarlegra innri pólitískra breytinga,“ sagði hann.

Þrátt fyrir að Girkin sé mjög gagnrýninn á Pútín og þá telur hann að hann sé sá eini sem er hæfur til að leiða rússnesku þjóðina. „Ef Pútín verður bolað frá völdum er það ávísun á hrun Rússlands,“ sagði hann.

Hvað varðar stefnumál „reiðu karlanna“ sagði Girkin að Rússar eigi að vera miklu miskunnarlausari varðandi stefnu sína í stríðinu og að reka eigi alla núverandi yfirmenn rússneska hersins. „Það er engin málamiðlun. Stríðinu lýkur með rússneska fánanum blaktandi yfir Kyiv eða ósigri Rússlands,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd