fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Varað við konu sem segist vera að safna fyrir heyrnarlausa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. maí 2023 13:55

Frá Hólagarði. Mynd: já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir utan verslanir í Hólagarði, við Lóuhóla í Breiðholti, er kona sögð vera að sigla undir fölsku flaggi með meinta söfnun fyrir heyrnarlaus börn. Er varað við konunni í Íbúahópi á Facebook. Sú sem skrifar þá færslu segist hafa fengið staðfest hjá Félagi heyrnarlausra og konan sé ekki á vegum félagsins.

Í færslunni segir:

„! AÐVÖRUN VARÚÐ!

Fyrir utan verslanir hólagarði /lóuholum

í dag var kona að „safna“ fyrir heyrnalaus munaðarlaus börn,

Sem er bullshit. búið að tala heyrnleysingafelagið og engin a þeirra vegum. Ef það næst mynd af henni þá vilja þeir endilega fá hana.

Hún er með lista sem þú skrifar nafn póst nr, borg, og upphæð. Og fær fólk til að taka út í hraðbanka.

Á vinkonu sem lét plata sig.

ENDILEGA ALLIR AÐ DEILA“

Í umræðum undir færslunni segir kona að sonur hennar hafi lent í sömu konu fyrir utan Bónus í Reykjanesbæ.

Rétt er að vara við fólki sem segist vera að safna fé fyrir heyrnarlausa á almannafæri, sérstaklega fyrir utan verslanir.

Uppfært kl. 14:12

Lesandi hafði samband við DV og sagði að kona hefði verið við þessa sömu iðju í Bónus i Holtagörðum í gær. Sá lesandi neitaði að styrkja konuna en hún sagðist vera að safna fyrir heyrnarlaus börn. Segir hún að konan hafi verið innandyra en við inngang verslunarinnar.

Ekki liggur fyrir hvort um sömu konu er að ræða í öllum tilvikum eða hóp kvenna sem gerir út á þörf heyrnarlausra fyrir stuðning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar