fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Höfum fulla trú á dreifingu blaðsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 16:38

Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur ekki á ó­vart að við höfum ekki mælst vel í byrjun mánaðar þegar gjör­breyting varð á dreifingu blaðsins, enda tekur það tíma fyrir les­endur okkar að venjast breytingunni,“ segir Jón Þóris­son, for­stjóri Torgs, sem gefur út Frétta­blaðið.

Gallup birti í dag nýja könnun sem gildir fyrir allan janúar sem sýnir minnkandi lestur Frétta­blaðsins, en Jón bendir á að Torg hafi látið viður­kennt net­könnunar­fyrir­tæki gera könnun um lesturinn frá 18. til 25. janúar, eftir að dreifingin varð mun þéttari en í byrjun mánaðarins, og hún sýni til dæmis að meðal­lestur helgar­blaðsins sé 17 prósent.

„Könnun Gallup veldur okkur ekki ugg,“ segir Jón og bendir á að dreifing blaðsins sé að aukast jafnt og þétt á fjöl­förnum stöðum og núna í febrúar megi búast við því að lestur blaðsins aukist til muna.

„Það tekur tíma að venja trygga les­endur okkar við breytta dreifingu og við á Torgi erum full bjart­sýni á að æ þéttari og betri dreifing með nýja mótinu skili okkar sama lestri og áður.

„Það er villandi að birta meðal­tals­lestur blaðsins allan janúar á meðan breytingin gekk yfir, en miklu raun­hæfara að skoða tölurnar fyrir seinni hluta mánaðarins þegar breytingin var um garð gengin,“ segir Jón Þóris­son og boðar nýjar tölur um lestur strax í næstu viku.

Þess má geta að lesturinn á Frétta­blaðið.is hefur aukist á nýju ári og var nýtt lestrar­met sett aðra vikuna í janúar þegar 111.474 not­endur heim­sóttu vefinn á degi hverjum að meðal­tali. Þá hefur lestur DV.is, sem Torg gefur út, einnig verið góður en um 130 þúsund not­endur heim­sækja vefinn að jafnaði á degi hverjum.

Fréttin birtist áður á vef Fréttablaðsins. DV er, líkt og Fréttablaðið, í eigu Torgs. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“