fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Innanbúðarmaður í Kreml segir að Pútín sé ráðvilltur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 06:45

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pútín reynir í örvæntingu sinni að halda fast í völdin með því að gera breytingar í innsta hring sínum í Kreml. Hann elskar að stilla sér upp sem hinn sterki maður Rússlands en þessa dagana er hann fjarri því að vera sterkur.

Þetta er mat Abbas Gallyamov, sem var ræðuskrifari Pútíns þar til 2018 en hann hefur búið í Ísrael síðan þá.

Expressen ræddi við Gallyamov sem sagðist telja að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum í Kreml. Hann sagði að brottrekstur ýmissa aðila og stöðuhækkanir á síðustu mánuðum bendi til að þess að Pútín sé ráðvilltur.

„Hann er í vanda. Hann virðist vera í góðu líkamlegu form, miklu betra en í apríl og maí, en þegar litið er á það sem hann gerir þá sést að hann gerir fjölda mistaka. Hegðun hans er órökrétt,“ sagði Gallyamov og benti á að brottrekstur og stöðuhækkanir að undanförnu séu órökréttar.

„Hann hækkar einn aðila í tign og nokkrum mánuðum síðar lækkar hann sama aðila í tign. Þetta virðist vera eins og hann skilji að hann þarf að gera eitthvað en viti ekki hvað,“ sagði hann.

Hann benti einnig á að það séu hnútar á sambandi Pútín og Yevgeny Prigozhin, sem oft hefur verið nefndur „Kokkur Pútíns“, eiganda Wagner-málaliðafyrirtækisins. „Hann lætur Prigozhin fá alltof mikil völd og síðan tekur hann völdin af honum aftur. Það sama gerði hann við Medvedev (fyrrum forseta, innsk. blaðamanns) og forsætisráðherrann (Mikhail Misjustin, innsk. blaðamanns). Hann virðist ráðvilltur,“ sagði Gallyamov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“