fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Þegar búið að bregðast við athugasemdum vegna starfsemi Hugarafls – Skýrslan að mörgu leyti jákvæð í garð samtakanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. desember 2022 13:10

Sævar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fengið þessa skýrslu og verið í samskiptum við Vinnumálastofnun og ráðuneytið vegna þeirra athugasemda sem hafa komið. Það var þegar í byrjun þessa árs byrjað að vinna að því að bæta úr t.d. vanköntum sem sneru að trúnaðarbresti. Varðandi þær athugasemdir sem snúa að stjórn félagsins þá er verið að leggja til ákveðnar breytingar sem við erum að vinna í samráði við Vinnumálastofnun,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður samtakanna Hugarafl.

DV greindi í morgun frá nýbirtri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) þar sem gerðar eru athugasemdir við starfsemina. Er þar bent á að framkoma stjórnenda virðist hafa verið ámælisverð í einhverjum tilvikum og meðal annars hafi verið brotinn trúnaður við félagsmenn. Einnig var fundið að því að samtökin nái ekki að anna víðtæku hlutverki sínu nægilega vel og reiði sig um of á sjálfboðaliða.

Ljóst er að nokkuð langt er síðan Hugarafl hóf að bregðast við þessum athugasemdum en drög að skýrslunni voru komin fram áður. Sævar bendir einnig á að skýrslan sé um margt jákvæð í garð samtakanna:

„En skýrslan er að mörgu leyti mjög jákvæð í garð samtakanna og við fögnum því. En við munum taka þessar ábendingar til okkar og vinna eftir þeim af bestu getu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð