fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Skerum kjötneyslu niður í tvo hamborgara á viku til að bjarga jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. október 2022 18:00

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draga ætti úr kjötneyslu þannig að hún verði sem svarar til tveggja hamborgara á mann á viku í þróuðu ríkjum heims. Einnig þarf að bæta almenningssamgöngur sex sinnum hraðar en nú er gert ef takast á að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinganna.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar, State of Climata Action 2022, sem The Guardian fjallar um. Fram kemur að einnig þurfi að draga úr skógareyðingu og draga þurfi úr notkun kola sex sinnum hraðar en nú er gert. Þungaiðnaður á borð við sementsframleiðslu og stálframleiðslu fer of hægt í að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og það verður að halda áfram hraðri uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og skipta yfir í rafbíla.

Í rannsókninni voru 40 mælikvarðar, sem eru lykillinn að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030 til að tryggja að meðalhitinn hækki ekki um meira en 1,5 gráður, skoðaðir. Rétt rúmlega helmingur þeirra var fjarri áætlun og fimm stefna í ranga átt.

Mestar áhyggjur vekur notkun gass en hún hefur farið hratt vaxandi þegar ætti að draga úr henni. Framleiðsla stáls vakti einnig miklar áhyggjur þar sem ekki hefur verið nóg gert í að innleiða nýjustu tækni við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun einkabíla er einnig áhyggjuefni sem og skógareyðing og losun frá landbúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi