fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu atvikið: Svakalegur fögnuður í Kaplakrika og Eiður í sviðsljósinu – ,,Það sést í magann á þér!“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vantaði ekki upp á dramatíkina í Kaplakrika í kvöld er FH og KA áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Ljóst er að FH mun spila við Víking í úrslitaleiknum sjálfum sem er leikinn þann 1. október.

KA tók forystuna í leiknum í kvöld en Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þegar 18 mínútur voru komnar á klukkuna.

Á 70. mínútu fékk Bryan van den Bogaert rautt spjald hjá gestunum og jafnaði FH metin fjórum mínútum síðar.

Steven Lennon gat svo komið FH yfir úr vítaspyrnu stuttu seinna en Kristijan Jajalo varði frá honum.

Davíð Snær Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja FH sigurinn á 93. mínútu með laglegu skoti utan teigs og lokatölur, 2-1.

Eftir leikinn var mikið fagnað í beinni útsendingu á RÚV þar sem Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var til viðtals.

RÚV byrjaði á að sína svakalegan fögnuð eftir sigurmark FH þar sem Eiður var skælbrosandi enda tilfinningarnar miklar.

,,Það sést í magann á þér!“ sagði Logi Ólafsson léttur við Eið sem skellihló af þeim ummælum.

Í kjölfarið komu ungir krakkar og fögnuðu með goðsögninni eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna.






Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Í gær

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Í gær

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn