fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Ótrúleg myndgæði James Webb geimsjónaukans – Klessur verða að skínandi stjörnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 07:30

Munurinn er ótrúlegur. Mynd:NASA/JPL-Caltech & NASA/ESA/CSA/STScI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem áður líktist klessum er nú orðið að skínandi stjörnum. Svo mikil eru myndgæði James Webb stjörnusjónaukans.

Nú er búið að ljúka við að stilla þau fjögur aðaltæki sjónaukans, sem eiga að horfa á fjarlægustu króka alheimsins, og virka þau betur en vænst var.

Þetta sagði Michael McElwain, vísindamaður hjá Bandarísku geimferðastofnunni NASA, nýlega á fréttamannafundi að sögn Gizmodo.

NASA fagnar nú þessum árangri með því að birta ótrúlegar myndir frá hinum ýmsum tækjum sjónaukans, nú síðast frá MIRI (Mid-infrared Instrument).

MIRI er „kaldasta“ tækið á sjónaukanum en með því að beina því að ákveðnum innrauðum bylgjulengdum getur það séð í gegnum stjörnuryk sem hylur hluta af alheiminum.

Til að kanna hvort allt virki eins og það á að gera beindi NASA sjónaukanum að Stóra Magellanskýinu en það er dvergvetrarbraut á braut um Vetrarbrautina í um 160.000 ljósára fjarlægð.

MIRI tók myndir í áður óþekktri upplausn og nákvæmni og það sem áður líktist klessum og kámugum fingraförum er nú eins og skínandi stjörnur og samanþjappað gas. Myndin sem fylgir þessari grein er einmitt saman sett af gamalli mynd og nýrri og er munurinn ótrúlegur.

En þetta þýðir ekki að James Webb sé tilbúinn til notkunar. Vísindamenn munu nota næstu tvo mánuði til að undirbúa tækjabúnað hans og prófa enn frekar. Þegar því verður lokið verður sjónaukanum beint að sumum af hinum eiginlegu svæðum sem hann á að rannsaka. Þá megum við eiga von á fyrstu litmyndunum.

Gizmodo segir að NASA vilji ekki skýra frá hvaða svæði þetta eru og segi að það muni koma á óvart.

Þó er vitað að nota á James Webb til að rannsaka elstu stjörnur alheimsins, þróun vetrarbrauta, fjarplánetur og upphaf alheimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti