fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Júlí Heiðar gefur út nýtt lag – Afsökunarbeiðni til foreldranna

Fókus
Föstudaginn 29. apríl 2022 09:13

Júlí Heiðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar gaf á miðnætti út nýtt lag sem ber titilinn Brenndur. Lagið fylgir eftir fádæma vinsældum lagsins Ástin heldur vöku sem að hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu mánuði og var vikum saman á toppi íslenska listans.

Í viðtali við FM957, þar sem lagið var frumflutt, segir tónlistarmaðurinn að í laginu sé hann að biðja foreldra sína afsökunar á hegðun sinni í kringum tvítugt.

„Ég varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og þegar maður verður fyrir ítrekuðu aðkasti þá er það bara þannig að það fara að myndast sprungur sem erfitt er að fylla upp í án aðstoðar, þá sérstaklega þegar maður er ungur,“ segir Júlí Heiðar.

Hann hafi farið útaf sporinu þegar hann var 19 – 23 ára gamall og sjái eftir hegðun sinni gagnvart foreldrum sínum og systkinum.

„Svo lagið er einhverskonar afsökunarbeiðni til þeirra og vitnar í þá sjálfsvinnu sem ég hef þurft að fara í vegna brotinnar sjálfsmyndar frá æsku,“ segir Júlí Heiðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu