Systkinin Kate og Alex halda uppi YouTube-rásinni This With Them en þar birta þau reglulega myndbönd af sér að smakka mat frá ýmsum heimshornum – þar á meðal frá Íslandi.
Nýlega fengu þau pakka frá Rebekku nokkurri en í pakkanum var að finna ýmislegt góðgæti frá Íslandi. Þau Kate og Alex smökkuðu góðgætið fyrir framan myndavélina og sögðu svo sína skoðun á því. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þau fá sendingu frá Íslandi, fyrir rúmu ári síðan smökkuðu þau fullt af jólavörum sem komu héðan.
Nú fengu þau hins vegar hefðbundnari vörur sem eru nokkuð vinsælar hér á Íslandi, eins og kókosbollur og krem- og pólókex frá Frón. Þá sendi Rebekka þeim einnig gosdrykki frá gosgerðinni Agla sem vakti nokkra lukku hjá systkinunum.
Það sem þeim Kate og Alex fannst samt best var paprikusnakkblandan frá Stjörnusnakki en án efa hafa flestir Íslendingar einhvern tímann smakkað slíkt snakk á lífsleiðinni. „Mér fannst bara svo gott að háma það, ég elska það,“ segir Kate um snakkið. „Algjörlega ljúffengt.“
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan: