fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Séra Ólafur Skúlason plataði fermingardrenginn Jón Gnarr – „Sagði að ef við myndum haga okkur vel fengjum við pulsupartí“

Fókus
Föstudaginn 11. mars 2022 13:38

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr var síður en svo spenntur fyrir eigin fermingu þó hann væri til í veislu og pakka.

„Ég sagði við mömmu að ég væri að hugsa um að fermast ekki og mamma sagði bara: „ég hlusta ekki á svona bull, þú fermist bara eins og aðrir“. Ég sagði: „en ég trúi ekki á guð, sko“ en mamma sagði: „mér er drullusama hvort þú trúir á guð eða ekki, þetta snýst ekki um það. Þú fermist og það verður tekin fermingarmynd af þér eins og systkinum þínum“ og þar með var það bara útrætt,“ segir Jón Gnarr í sérblaði Fréttablaðsins um fermingar sem kom út í dag.

Þar segist hann hafa fengið „svakalega ljót fermingarföt“ og hafi farið í gegn um fermingarundirbúning hjá séra Ólafi Skúlasyni sem síðar varð biskup og löngu eftir það komst upp um alvarleg kynferðisbrot hans í garð nokkurra kvenna, þeirra á meðal eigin dóttur.

Séra Ólafur Skúlason heitinn.

„Hann tók mig og annan afsíðis fyrir athöfnina og sagði að ef við myndum haga okkur vel fengjum við pulsupartí með kók og prins póló. En það var lygi sko. Ég hagaði mér óaðfinnanlega en hann var að plata okkur,“ segir Jón.

Þá rifjar hann upp slæmar minningar af fermingarmyndatökunni.

Jón Gnarr á frægri fermingarmynd.

„Svo nokkrum dögum eftir að þetta var búið þurfti ég að fara aftur í þessi fermingarföt, sem mér var ofboðslega illa við, og fór á Ljósmyndastofu Kópavogs. Þar voru teknar af mér alveg hræðilegar myndir og ég var búinn að klippa mig sjálfur en því var reddað fyrir horn. Ég var að reyna að vera alvarlegur í myndatökunni og vildi ekki brosa en svo allt í einu stökk ljósmyndarinn fram með brúðu á hendinni sem gerði svona „skvík, skvík“ hljóð og ég fór að hlæja,“ segir hann.

Mamma Jóns hafi síðan hengt mynd úr tökunni upp í stofunni en hann tekið hana jafnharðan niður til að mótmæla. Með tímanum fór Jóni síðan að þykja vænt um fermingarmyndirnar og hann notaði þær til að mynda til að kynna uppistandið Ég var einu sinni nörd.

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“