Söngkonan Camila Cabello gerir grín að sjálfri sér eftir að hafa óvart flassað geirvörtu í beinni í The One Show á BBC. Hún var í þættinum til að ræða um nýja lag hennar og Ed Sheeran, „Bam Bam“.
Söngkonan var gestur í þættinum í gegnum fjarfundabúnað og var beðin um að sýna uppáhalds danshreyfinguna sína við lagið. Hún varð að ósk þeirra en sýndi óvart aðeins meira en hún ætlaði sér. Hún hélt þó áfram eins og fagmaðurinn sem hún er og sagði síðan: „Ég vona að þið hafið ekki séð ekki geirvörtu.“
Annar þáttastjórnandinn var í hálfgerðu áfalli á meðan hinn sagði: „Veistu, ég held þetta hafi verið óheppni en ég veit ekki hvað ég sá, það var eitthvað.“
Camilu virtist líða frekar óþægilega þegar þarna var komið. „Mamma mín er í næsta herbergi örugglega að fríka út yfir þessu,“ sagði hún.
Síðan hélt viðtalið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Hún gerði seinna grín að sjálfri sér á TikTok. „Þegar stílistinn þinn spyr hvort þú viljir geirvörtuhlífar og þú segir nei,“ skrifar hún í texta með myndbandinu og syngur með laginu: „I wish I had a time machine.“
@camilacabello♬ original sound – Sadie Vîàčē
Því miður tók það andstyggilega netverja aðeins örfáar mínútur fyrir að ná skjáskoti af beru brjósti Camilu og deila þeim á Twitter. Það er mikilvægt að hafa í huga að söngkonan ætlaði sér ekki að sýna þennan líkamshluta og því má líkja allri dreifingu á myndinni við að dreifa nektarmynd án leyfis, eða stafrænt kynferðisofbeldi.
To all the gross old men sharing the screenshots of Camilas tits… get a grip, saddos.
To the girls… you should know better.
— lyndseyowens (@lyndseyowens14) March 7, 2022
People on the internet fully posting Camila Cabello’s nipslip need to fucking leave it out bro y’all have to be creeps and literally be posting it everywhere and it’s grim bless her
— el wiggo (@lewigg) March 7, 2022
soz as if men have recorded and are posting camila cabello’s wardrobe malfunction on the one show already… u literally look like a creep mate stop!!!!!
— laura elizabeth 🐯 (@lauraelizawile) March 7, 2022