fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Sleppur þú við smit en allir í kringum þig smitast af kórónuveirunni? Þetta gæti verið ástæðan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. febrúar 2022 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daglega heyrum við tölur um mikinn fjölda kórónuveirusmita og margir eru því fjarverandi frá vinnu og námi. Daglegu smittölurnar segja örugglega ekki alla söguna því reikna má með að miklu fleiri smitist daglega en þar sem Ómíkronafbrigðið veldur yfirleitt ekki alvarlegum veikindum, og sumir eru jafnvel einkennalausir, þá fara ekki allir í sýnatöku sem eru smitaðir. Eflaust hugsa margir, sem enn hafa ekki smitast, að það sé bara tímaspursmál hvenær þeir smitast. En er það svo?

Margir hafa upplifað að fjölskyldumeðlimir, vinir, kunningjar og vinnufélagar smitast en hafa sjálfir sloppið við smit og það þrátt fyrir að hafa umgengist smitaða fólkið eftir að það veiktist og fékk sjúkdómseinkenni. En það getur verið að ákveðin skýring sé á þessu.

Rannsókn, sem var birt í janúar, beindist að því að finna skýringu á af hverju sumir smitast ekki af kórónuveirunni. Niðurstöðurnar eru að að það gæti verið vegna þess að viðkomandi hafi fengið kvef, sem önnur tegund kórónuveiru veldur, og það hafi valdið því að viðkomandi hafi myndað ónæmi gegn kórónuveirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19.

Það eru til margar tegundir af kórónuveirum og margar þeirra valda kvefi. Þær hafa verið til lengi, miklu lengur en SARS-CoV-2. Kvef, af völdum kórónuveiru, gæti að mati vísindamanna verið ástæðan fyrir að sumir smitast ekki af SARS-CoV-2 eða verða ekki veikir þótt þeir smitist.

TV2 hefur eftir Søren Riis Paludan, prófessor við líflæknisfræðideild Árósaháskóla að hugsanlega séu margir ónæmir fyrir SARS-CoV-2 af þessari ástæðu. Hann sagði að þeir sem greinast ekki með smit, eftir að hafa verið nálægt smituðu fólki, séu með ákveðnar T-frumur sem bregðast við ákveðnum kórónuveirum og ýmislegt bendi til að þetta fólk sé með töluvert ónæmi gagnvart SARS-CoV-2.

T-frumur eru eins og mótefni hluti af ónæmiskerfi og ónæmisviðbrögðum sem vernda okkur gegn veikindum. T-frumur og mótefni eru miðpunktur þess hluta ónæmiskerfisins sem veitir langvarandi ónæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru